Fréttir

Erlendir sérfræðingar á breyttum tímum

Erlendir sérfræðingar á breyttum tímum

Það var mikil tilhlökkun hjá Endurmenntun eftir komu erlendu sérfræðinganna sem voru með námskeið á dagskrá í haust en vegna aðstæðna varð ljóst í upphafi misserisins að það yrði ekki vænlegt fyrir þá að ferðast hingað. Með hjálp tækninnar er heimurinn þó minni en oft virðist og í staðinn fyrir að taka námskeiðin af dagskrá voru gerðar nokkrar tilfæringar svo að hægt væri að miðla þekkingu sérfræðinganna þó þeir væru ekki hér í eigin persónu.

Námskeið Tim de Vos um verkefnamiðuð vinnurými var fært yfir á vorönnina en hins vegar ætlar hann að vera með fjarkynningu á þessu nútímalega vinnufyrirkomulagi þar sem áhugasamir geta fengið að kynnast grunnatriðum fyrirkomulagsins og jafnvel byrjað að innleiða einhverja hluta þess á sínum vinnustað. Fyrirlesturinn, Introduction to Activity Based Working, verður á dagskrá þann 24. september kl. 13:30 – 15:00.

Í september verða einnig á dagskrá námskeiðin tvö í hugbúnaðarprófun með Tal Pe'er, námskeiðið fyrir byrjendur verður haldið dagana 23. – 25. sept. en framhaldsnámskeiðið 16. – 22. sept.

Diana Buttu mun svo halda heils dags vinnustofu sína í samningatækni þann 19. nóvember eins og gert var ráð fyrir og styttra námskeiðið, Do´s and Don´ts in Negotiation Skills, verður svo haldið daginn eftir, 20. nóv. Kl. 13:00 – 16:00.

Öll námskeiðin munu fara fram í rauntíma í gegnum fjarkennsluforritið Zoom og þátttakendur sem skrá sig fá greinargóðar leiðbeiningar um þátttöku þegar skráning er staðfest.

0