Fréttayfirlit
Við tökum vel á móti þér á Dunhagann
Í janúar opnaði Endurmenntun dyrnar aftur að Dunhaganum fyrir þátttakendum og nemendum námsbrauta en húsið hafði verið lokað um nokkurt skeið vegna fjöldatakmarkana.
Leitum að viðskiptastjóra
Við erum að leita að viðskiptastjóra sem býr yfir mikilli samstarfshæfni, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í síbreytilegu og spennandi umhverfi og er tilbúinn að takast á við krefjandi starf. Viðkomandi vinnur í teymi með öðrum starfsmönnum Endurmenntunar og heyrir undir markaðs- og kynningarstjóra.
Aðsóknarmet
Við eigum von á stórum hóp nýnema á Dunhagann í haust. Enn og aftur höfum við slegið aðsóknarmet í umsóknum í námsbrautir.
Fullbókað er í nokkrar námsbrautir en við tökum enn við umsóknum í nokkrar, þar sem við eigum sæti laus. Við erum afar ánægð með þessar frábæru viðtökur og hlökkum til haustsins.
Nám á fullorðinsárum
Nám gefur fólki tækifæri til að vaxa og dafna, takast á við áskoranir og uppskera ríkulega að því loknu. Að næra hugann með hugðarefnum sínum styrkir sjálfstraustið, leiðir til breytinga og persónulegs þroska, bæði meðvitað og ómeðvitað.
Upptökur frá kynningarfundi
Misstir þú af kynningarfundi námsbrauta hjá okkur þann 18. maí síðastliðinn? Ef svo er getur þú hlustað á upptökur hér að neðan.
Kennari í nærmynd: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er í nærmynd hjá okkur í dag.