Fréttayfirlit
Við tökum vel á móti þér á Dunhagann
Í janúar opnaði Endurmenntun dyrnar aftur að Dunhaganum fyrir þátttakendum og nemendum námsbrauta en húsið hafði verið lokað um nokkurt skeið vegna fjöldatakmarkana.
Þriggja þrepa leið
Stefnir þú á próf til viðurkenningar bókara? Þriggja þrepa leiðin er góður undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara og er sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af bókhaldsstörfum.
Ný og spennandi tungumálanámskeið
Námskeiðin Ungverska fyrir byrjendur og Rússneska fyrir ferðalanginn eru nýjungar í fjölbreyttri flóru tungumálanámskeiða hjá okkur á vormisseri.
Nýir bæklingar
Við vorum að gefa út tvo nýja bæklinga um námskeið á vormisseri.
Ungt fólk og Endurmenntun
Ungmenni eru hópur sem við hjá Endurmenntun viljum gjarnan sinna betur, enda höfum við í gegnum tíðina fengið fyrirspurnir um námskeið sem henta aldurshópnum frá 12 ára og eldri. Á vormisseri munum við því brydda upp á þeirri nýjung að bjóða námskeið sem sérstaklega eru ætluð ungmennum. Um er að ræða tvö námskeið til að byrja með en mögulega mun þeim fjölga síðar ef viðtökur verða góðar.
Fróðleikur og skemmtun
Bæklingurinn okkar með námskeiðum á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála er kominn út. Í honum kynnum við með stolti rúmlega sextíu námskeið þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman.