Fjarnámskeið

Svefn leikskólabarna

Verð 21.900 ISK
Nýtt

Þri. 28. og fim. 30. mars kl. 9:00 - 10:30

3 klst.

Elísa Guðnadóttir, sálfræðingur

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Nægur svefn er meginundirstaða líkamlegrar og andlegrar heilsu og þroska barna. Flestir umönnunaraðilar upplifa á einhverjum tímapunkti áskoranir í tengslum við svefntíma, daglúrinn og/eða nætursvefninn. Slíkar áskoranir geta undið hratt upp á sig og verið streituvekjandi fyrir börn og umönnunaraðila. Ef þú vilt læra leiðir til að fyrirbyggja að slíkt gerist, fræðast um mismunandi leiðir til að takast á við erfiðleikana þegar þeir koma upp og/eða fræðast um svefn barna þá gæti þetta verið námskeið fyrir þig!

Á þessu fræðslunámskeiði verður leitast við að svara algengum spurningum umönnunaraðila um svefn barna á leikskólaaldri. Af hverju er svefn mikilvægur? Hversu mikinn svefn þurfa börn að jafnaði? Hvað telst til svefnerfiðleika? Hvaða umhverfisþættir geta ýtt undir og viðhaldið svefnerfiðleikum? Hvaða hlutverk spilar daglúrinn og hvenær á að taka hann út? Hvað eru góðar svefnvenjur? Hvað er til ráða ef barn fæst ekki í rúmið, er lengi að sofna, þarf aðstoð við það eða getur ekki sofið í sínu rúmi? Þetta eru spurningar sem allir umönnunaraðilar barna á leikskólaaldri ættu að geta nýtt sér svör við, sama hvort þeir eru þegar að glíma við svefnerfiðleika eða vilja fyrirbyggja að eðlilegar svefntruflanir endi sem langvarandi svefnerfiðleikar. Auk þess verður fjallað stuttlega um flóknari svefnvanda eins og næturógnir, svefngöngu og martraðir. Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um eðli svefns, svefnerfiðleika og skráningar og í seinni hlutanum er fjallað um leiðir til að fyrirbyggja svefnerfiðleika og takast á við þá. Námskeiðið er byggt upp á fræðslu, stuttri verkefnavinnu og umræðum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Eðli svefns.
Þætti sem hafa áhrif á svefn og geta ýtt undir og viðhaldið svefnerfiðleikum.
Mismunandi tegundir svefnerfiðleika.
Daglúrinn.
Skráningar á svefni og svefnerfiðleikum.
Góðar svefnvenjur.
Hagnýtar leiðir til að takast á við ýmsar tegundir svefnerfiðleika með kerfisbundnum hætti.

Ávinningur þinn

Þú öðlast þekkingu og skilning á eðli svefns og hvernig og hvers vegna svefnerfiðleikar geta undið hratt upp á sig.
Þú lærir leiðir til að kortleggja svefn barna á leikskólaaldri og hvernig hægt er að nýta þá kortlagningu til að fyrirbyggja og takast á við svefnerfiðleika, skref fyrir skref.
Þú kynnist mismunandi leiðum til að fyrirbyggja og takast á við svefnerfiðleika barna á leikskólaaldri og lærir að það er ekki nein ein leið sem hentar öllum þó það séu ákveðnir þættir sem er mikilvægt að hafa í huga og vara sig á.

Fyrir hverja

Alla þá sem koma með einum eða öðrum hætti að umönnun barna á leikskólaaldri, foreldra, fagaðila, ömmur, afa og aðra áhugasama.

Nánar um kennara

Elísa Guðnadóttir sálfræðingur á Sálstofunni ehf. Elísa útskrifaðist með kandídatspróf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og úr sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2019. Elísa starfaði á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2009 til 2017 við greiningar á þroska, hegðun og líðan barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Frá febrúar 2017 hefur Elísa starfað á Sálstofunni sem er sálfræðiþjónusta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra þar sem starfið felst fyrst og fremst í meðferð, ráðgjöf, námskeiðum og fræðslu vegna hegðunar- og tilfinningavanda barna sem og svefnerfiðleika.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Svefn leikskólabarna

Verð
21900

<span class="fm-plan">N&aelig;gur svefn er meginundirsta&eth;a l&iacute;kamlegrar og andlegrar heilsu og &thorn;roska barna. Flestir um&ouml;nnunara&eth;ilar upplifa &aacute; einhverjum t&iacute;mapunkti &aacute;skoranir &iacute; tengslum vi&eth; svefnt&iacute;ma, dagl&uacute;rinn og/e&eth;a n&aelig;tursvefninn. Sl&iacute;kar &aacute;skoranir geta undi&eth; hratt upp &aacute; sig og veri&eth; streituvekjandi fyrir b&ouml;rn og um&ouml;nnunara&eth;ila. Ef &thorn;&uacute; vilt l&aelig;ra lei&eth;ir til a&eth; fyrirbyggja a&eth; sl&iacute;kt gerist, fr&aelig;&eth;ast um mismunandi lei&eth;ir til a&eth; takast &aacute; vi&eth; erfi&eth;leikana &thorn;egar &thorn;eir koma upp og/e&eth;a fr&aelig;&eth;ast um svefn barna &thorn;&aacute; g&aelig;ti &thorn;etta veri&eth; n&aacute;mskei&eth; fyrir &thorn;ig!</span>