Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Skapandi skoðana- og þekkingarskrif

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 9. apríl
Almennt verð 71.400 kr. 64.900 kr.
Nýtt

Þri. 19. apríl - 10. maí kl. 18:00 - 22:00 (4x)

16 klst.

Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Stílvopnið

Á námskeiðinu verða skrifaðar greinar og færslur um þekkingu, reynslu og viðhorf þátttakenda með það að markmiði að skrifin höfði til hins almenna lesanda (Creative Nonfiction Writing).

Þátttakendur takast á við viðfangsefni sem brennur á þeim, læra ferlið allt frá því að finna viðfangsefni, skoða aðal- og aukaatriði og yfir í að ígrunda efnistök og nálgun.
Skoða hver markhópur gæti verið, miðlar kannaðir og hvaða málfar og stíll hentar ólíkum miðlum. Að lokum eru birtingarmöguleikar kannaðir og hugsanleg viðbrögð lesenda hugleidd.

Fyrirkomulag námskeiðsins: Fyrirlestrar og félagsnám, úrlausn verkefna, speglun og uppbyggileg textarýni á jafningjagrundvelli.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hefðbundið form blaðagreina og kostir þess eru ræddir.
Viðfangsefni, þau fundin og viðeigandi flötur valinn.
Aðalatriðin og þau skilin frá aukaatriðum.
Efnistök og nálgun er ígrunduð.
Markhópa og val á miðlum.
Málsnið, málfar og stíll.
Birtingarmöguleika.
Hugsanleg viðbrögð lesenda.

Ávinningur þinn

Öryggi þegar skrifað er um skoðanir, reynslu og þekkingu.
Hæfni til að einfalda og útskýra.
Þekking á ólíkum formum þekkingar- og skoðanaskrifa.
Tilfinning fyrir eigin stíl.
Skilningur á skrifum annarra.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja koma skoðunum sínum og þekkingu á framfæri á hnitmiðaðan hátt svo allir skilji. Það hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum en ekki síst þeim sem vilja einfalda fræðilegan stíl sinn.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur taki með sér skriffæri að eigin vali. Ekki eru lögð fyrir heimaverkefni en fólki er frjálst að skrifa að lyst á milli funda. Leiðbeinandi svarar gjarnan fyrirspurnum áður en námskeiðið hefst.

Nánar um kennara

Björg Árnadóttir er rithöfundur, blaðamaður, ritlistarkennari og -ráðgjafi. Hún hefur MA-gráðu í menntunarfræðum skapandi greina og hefur kennt ritlist hérlendis og erlendis á fimmta áratug. Björg starfar innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar og rekur eigið fyrirtæki, Stílvopnið – valdefling og sköpun.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skapandi skoðana- og þekkingarskrif

Verð
71400

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;a skrifa&eth;ar greinar og f&aelig;rslur um &thorn;ekkingu, reynslu og vi&eth;horf &thorn;&aacute;tttakenda me&eth; &thorn;a&eth; a&eth; markmi&eth;i a&eth; skrifin h&ouml;f&eth;i til hins almenna lesanda (Creative Nonfiction Writing).</span>