Staðnámskeið

Karakterhönnun

- teikninámskeið með Ara Yates
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 12. apríl
Almennt verð 76.900 kr. 69.900 kr.
Nýtt

Mán. og mið. 22. apríl - 15. maí kl. 16:30 - 19:00 (6x)

15 klst.

Ari Yates, teiknari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Hefur þú áhuga á að teikna, skrifa barnabækur og/eða teiknimyndasögur? Langar þig að læra að búa til heillandi og áberandi karaktera og efla karakterhönnun þína? Ertu þú með sögu í maganum og langar að hanna karaktera fyrir hana? Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Þátttakendur fá kennslu í undirstöðuatriðum karakterhönnunar, fá að spreyta sig á mismunandi tólum og aðferðum og læra að búa til heillandi karaktera fyrir barnabækur, teiknimyndasögur o.fl. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á og einhverja kunnáttu í teikningu en vilja koma sköpun sinni á næsta stig. Námskeiðið hentar einnig vel þeim sem eru með sína eigin sögu (eða drög að sögu) og vantar karaktera fyrir hana. Ef þú ert teiknari og langar til að laða að þér rithöfunda með sýnishornum af teikningum af heillandi karakterum þá er þetta námskeið einnig góður staður að byrja á.

Þátttakendur sem eru með sínar eigin sögur geta hannað karaktera fyrir þær, þau sem ekki eiga eigin sögu fá afhenta sögu og hanna karaktera út frá henni, rétt eins og ef þau væru ráðin til að hanna karaktera af rithöfundi eða útgáfufyrirtæki. Þátttakendur æfa sig í því að vinna eins og atvinnuteiknarar og auka þannig sjálfstraust sitt og reynslu. Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að hafa öðlast meiri skilning á karakterhönnun og myndað grundvöll til áframhaldandi sköpunar.

Á námskeiðinu er fjallað um

Karakterhönnun og mikilvægi hennar.
Mismunandi aðferðir og vinnutól ásamt notkunarmöguleikum þeirra.
Uppsetningu í tölvu og undirbúning til útgáfu.

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur á karakterhönnun.
Reynsla í að hanna karaktera út frá sögu.
Reynsla í að fullklára teikningar sem hægt er að nota í ferilmöppu.

Fyrir hverja

Aldur þátttakenda skiptir engu máli en námskeiðið er hugsað fyrir þau sem hafa áhuga á og einhverja kunnáttu í teikningu en vilja koma sköpun sinni á næsta stig. Námskeiðið hentar einnig vel þeim sem eru með sína eigin sögu (eða drög að sögu) og vantar karaktera fyrir hana. Ef þú ert teiknari og langar til að laða að þér rithöfunda með sýnishornum af teikningum af heillandi karakterum þá er þetta námskeið mjög góður staður að byrja á.

Nánar um kennara

Ari H.G. Yates er atvinnuteiknari, rithöfundur og kennari með áralanga reynslu á mörgum sviðum, m.a. í bókaútgáfu, auglýsingagerð, kennsluefnisgerð og hreyfimyndagerð. Ari er með BA-próf í grafískri hönnun og MA-próf í listkennslu frá Listaháskóla Íslands auk BA-gráðu í Graphic Storytelling (myndrænni sögugerð) frá The Animation Workshop í Danmörku. Hann rekur teiknifyrirtækið TeiknAri í Viborg í Danmörku. Hann hefur skrifað og myndlýst fjölda barnabóka, þ.m.t. Þegar Stúfur bjargaði jólunum, Stórasta land í heimi og Skólaslit eitt og tvö.

Aðrar upplýsingar

Gott er að þátttakendur hafi fartölvu meðferðis og þeir sem hafa áhuga á lita myndirnar sínar í tölvu þurfa að hafa tólin til þess – sama hvort það er spjaldtölva eða fartölva og teiknitafla af einhverju tagi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Karakterhönnun

Verð
76900

<span class="fm-plan">Hefur &thorn;&uacute; &aacute;huga &aacute; a&eth; teikna, skrifa barnab&aelig;kur og/e&eth;a teiknimyndas&ouml;gur? Langar &thorn;ig a&eth; l&aelig;ra a&eth; b&uacute;a til heillandi og &aacute;berandi karaktera og efla karakterh&ouml;nnun &thorn;&iacute;na? Ertu &thorn;&uacute; me&eth; s&ouml;gu &iacute; maganum og langar a&eth; hanna karaktera fyrir hana? &THORN;&aacute; er &thorn;etta n&aacute;mskei&eth; fyrir &thorn;ig!</span>