Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Lög um fjöleignarhús

– líf í fjölbýli og rekstur húsfélaga
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 29. nóvember
Almennt verð 23.000 kr. 20.900 kr.

Fim. 9. des. kl. 18:15 - 22:15

4 klst.

Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og önnur praktísk atriði við rekstur húsfélaga. Áhersla verður lögð á að fara yfir hvernig staðið er að lögmætri ákvarðanatöku á húsfundum og að gera ítarlega grein fyrir mun á séreign og sameign. Einnig verður farið í hvaða reglur gilda um nýtingu séreignar og sameignar s.s. er snýr að dýrahaldi eða framkvæmdum og með hvaða hætti eigendur geta ráðstafað eign sinni s.s. með útleigu eða sölu og hvaða mörk þeim eru sett.

Námskeiðið nýtist mjög breiðum hópi enda eru flestar fasteignir í fjölbýli og er því mjög praktískt fyrir íbúðareigendur jafnt sem einstaklinga í stjórnum húsfélaga.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hugtakið fjöleignarhús.
Húsfélög, valdsvið þeirra og hlutverk.
Fundarboðun húsfunda og aðalfunda.
Lögmæta ákvörðunartöku og vægi atkvæða.
Sameign og séreign, lagnir, glugga, hurðir, svalir, sólskála.
Hagnýtingu séreignar og sameignar, umgengni, ónæði, breytingar.
Kostnaðarskiptingu.
Innheimtu og lögveð.
Úrræði vegna vanrækslu húsfélags á viðhaldi.
Önnur praktísk atriði.

Ávinningur þinn

Þekking á uppbyggingu helstu reglna laga um fjöleignarhús.
Þekking á mörkum þess leyfilega og óleyfilega.
Færni til að varast ágreining í framtíðinni og forða tjóni.
Færni til að standa vörð um eigin hagsmuni og húsfélagsins í heild.
Færni til að sitja í stjórn húsfélags.

Fyrir hverja

Eigendur fasteigna í fjölbýli og stjórnir húsfélaga.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa að mæta með fartölvur. Áður en námskeiðið hefst eiga þátttakendur að senda kennurum póst og segja þeim frá þeirri þekkingu eða ástríðu sem þeir búa yfir og vilja miðla. Þetta verður kynnt nánar í sérstökum pósti til þátttakenda, þegar nær dregur.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Námskeiðið kennir Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur. Guðbjörg útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands 2008 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi 2010. Hún starfaði sem lögfræðingur Húseigendafélagsins á þriðja ár ásamt því
að sinna húsfundarþjónustu en sérsvið hennar er m.a. á sviði fasteigna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Lög um fjöleignarhús

Verð
23000

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fari&eth; yfir helstu atri&eth;i laga um fj&ouml;leignarh&uacute;s og &thorn;&aelig;r reglur sem gilda um &aacute;kvar&eth;anat&ouml;ku og fundarhald, mun &aacute; s&eacute;reign og sameign, kostna&eth;arhlutdeild, n&yacute;tingu s&eacute;reignar og sameignar &aacute;samt helstu skyldum vi&eth; rekstur h&uacute;sf&eacute;laga.</span>