Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Fasteignakaup á mannamáli

Verð 19.100 kr.

Þri. 2. nóv. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Almenn yfirferð á reglum um kaup og sölu fasteigna er snúa að söluferli þeirra auk réttinda og skyldna kaupenda jafnt sem seljenda. Einnig verður stiklað á stóru um lagalegar skyldur fasteignasala. Farið verður yfir helstu lagareglur og praktísk atriði með almennum hætti, en kafað dýpra á þeim sviðum sem mest á reynir.

Markmið þessa námskeið er að væntanlegir kaupendur og seljendur hafi grunnskilning á söluferli fasteigna og þeim helstu meginreglum sem þar gilda sem og praktísk atriði sem vert er að hafa í huga við kaup og sölu fasteigna.

Á námskeiðinu er fjallað um

Helstu reglur sem gilda um fasteignakaup.
Skyldur fasteignasala.
Skyldur kaupenda.
Skyldur seljenda.
Gallahugtak skv. lögum um fasteignakaup.
Kaupsamningsferli frá upphafi til enda – jafnt praktísk sem fræðileg atriði.
- Tilboðsgerð - undirritun kauptilboðs – kaupsamningur- afsal.
- Veðskuldir, áhvílandi lán, ný lán, veðflutningar, yfirtaka lána.

Ávinningur þinn

Aukið öryggi kaupenda við stærstu fjárfestingu á lífsleiðinni.
Aukin þekking seljenda er varðar ábyrgð við upplýsingagjöf.
Skilningur á söluferli fasteigna.
Skilningur á helstu meginreglum er gilda um galla í fasteignakaupum.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem áhuga hafa á þessu sviði en einkum þeim er huga að kaupum eða sölu fasteigna.

Aðrar upplýsingar

Heppilegt getur verið að taka með sér fartölvu til að hafa rafrænt efni við hendina til að glósa í eða prenta út efni sem sent verður til þátttakenda skömmu fyrir námskeið.

Nánar um kennara

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur. og löggiltur fasteignasali, útskrifaðist með mastersgráðu úr Lagadeild Háskóla Íslands 2008 en lokaritgerð hennar (MA) fjallar um helstu skyldur og ábyrgð fasteignasala. Guðbjörg hefur starfað að mestu á sviði fasteignamála síðustu ár, m.a. hjá Húseigendafélagi á árunum 2007-2010, en starfar nú sem lögfræðingur við skjalagerð á fasteignasölu.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fasteignakaup á mannamáli

Verð
19100

<span class="fm-plan">Almenn yfirfer&eth; &aacute; reglum um kaup og s&ouml;lu fasteigna er sn&uacute;a a&eth; s&ouml;luferli &thorn;eirra auk r&eacute;ttinda og skyldna kaupenda jafnt sem seljenda. Einnig ver&eth;ur stikla&eth; &aacute; st&oacute;ru um lagalegar skyldur fasteignasala. Fari&eth; ver&eth;ur yfir helstu lagareglur og prakt&iacute;sk atri&eth;i me&eth; almennum h&aelig;tti, en kafa&eth; d&yacute;pra &aacute; &thorn;eim svi&eth;um sem mest &aacute; reynir.</span>