Fjarnámskeið

Áfall - hvað svo?

- áhrif á heilsufar og líðan og leiðir til bata
Verð 23.000 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Þri. 23. apríl kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Dr. Sigrún Sigurðardóttir prófessor við Háskólann á Akureyri

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á námskeiðinu Áfall - hvað svo? er fjallað um áföll, hvað gerist í lífi og líkama við þau og hvaða leiða er hægt að leita til að ná bata og vellíðan.

Fæstir komast í gegnum lífið án áfalla og sumir lenda jafnvel í áföllum snemma á lífsleiðinni sem fylgja þeim út lífið. Stundum áttar fólk sig ekki á því strax að það hafi orðið fyrir áfalli, þó svo að það hafi upplifað erfiðar tilfinningar. Afleiðingar geta komið fram stuttu eftir áfallið eða mörgum árum eða áratugum seinna því líkaminn man og geymir reynsluna í taugakerfinu.

Afleiðingar af áföllum geta komið fram sem líkamleg, sálræn eða félagsleg vandamál eða erfiðleikar. Einkenni og afleiðingar geta verið allt frá ógleði til örorku.

Mikilvægt er að finna leiðir til úrvinnslu og vinna með reynsluna og minningarnar til að auka lífsgæði. Leiðir geta verið innan hefðbundna heilbrigðiskerfsins en einnig utan þess, sem óhefðbundnar leiðir. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir þeim ólíku leiðum sem einstaklingar velja og nálgast hvern og einn með einstaklingsmiðaðri nálgun með samþættum (e. integrative) meðferðum. Áfallamiðuð nálgun er mikilvæg þegar unnið er með einstaklinginn og samfélagið.

Á námskeiðinu er fjallað um

Áföll og erfiða upplifun, skilgreiningar og einkenni.
Afleiðingar áfalla og erfiðra upplifana á heilsufar og líðan.
Kveikjur og endurminnignar áfalla sem trufla lífið í dag.
Mismunandi leiðir til bata, hefðbundnar og óhefðbundnar.

Ávinningur þinn

Að öðlast þekkingu á því hvað áfall og erfið upplifun er og hver einkenni geta verið.
Að öðlast þekkingu á afleiðingum áfalla og erfiðra upplifana og skilning á því hvernig áföll geta haft áhrif á heilsufar og líðan .
Að átta sig á og þekkja þær kveikjur sem geta vakið upp gömul áföll og þannig reynt að vinna með þær svo þær stjórni ekki lífinu og þekkja leiðir til að vinna með endurminningarnar.
Að þekkja mismunandi leiðir til vinna með áföllin í líkamanum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga en ekki er krafist menntunar eða reynslu af vinnu með áföll.

Nánar um kennara

Dr. Sigrún Sigurðardóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og ofbeldi, afleiðingar og úrræði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áfall - hvað svo?

Verð
23000

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu &Aacute;fall - hva&eth; svo? er fjalla&eth; um &aacute;f&ouml;ll, hva&eth; gerist &iacute; l&iacute;fi og l&iacute;kama vi&eth; &thorn;au og hva&eth;a lei&eth;a er h&aelig;gt a&eth; leita til a&eth; n&aacute; bata og vell&iacute;&eth;an. <br/><br/>F&aelig;stir komast &iacute; gegnum l&iacute;fi&eth; &aacute;n &aacute;falla og sumir lenda jafnvel &iacute; &aacute;f&ouml;llum snemma &aacute; l&iacute;fslei&eth;inni sem fylgja &thorn;eim &uacute;t l&iacute;fi&eth;. Stundum &aacute;ttar f&oacute;lk sig ekki &aacute; &thorn;v&iacute; strax a&eth; &thorn;a&eth; hafi or&eth;i&eth; fyrir &aacute;falli, &thorn;&oacute; svo a&eth; &thorn;a&eth; hafi upplifa&eth; erfi&eth;ar tilfinningar. Aflei&eth;ingar geta komi&eth; fram stuttu eftir &aacute;falli&eth; e&eth;a m&ouml;rgum &aacute;rum e&eth;a &aacute;ratugum seinna &thorn;v&iacute; l&iacute;kaminn man og geymir reynsluna &iacute; taugakerfinu.</span>