Staðnámskeið

Vestur-Íslendingar

- saga og samskipti
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 11. mars
Almennt verð 21.900 kr. 19.900 kr.

Þri. 21. mars 19:00 - 22:00

3 klst.

Stefán Halldórsson, félagsfræðingur og Almar Grímsson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélagsins

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Viltu efla tengsl við vestur-íslenska ættingja? Hyggur þú á ferð um Íslendingaslóðir vestan hafs? Á námskeiðinu verður fjallað um vesturferðirnar, helstu Íslendingabyggðir og gagnlegar aðferðir til að rekja ættir eða leita upplýsinga á netinu.

Áhersla verður lögð á hagnýt atriði til að auðvelda þátttakendum að að viða að sér upplýsingum og undirbúa samskipti við Vestur-Íslendinga. Saga vesturferðanna myndar bakgrunn en nútíminn er í forgrunni.

Á námskeiðinu er fjallað um

Sögu vesturferðanna, orsakir, ferðatilhögun og valkosti um búsetu vestra.
Þróun Íslendingabyggðanna, hvernig fólkinu vegnaði og hvar Vestur-Íslendinga er einkum að finna nú.
Vestur-íslenska ættfræðigrunninn Icelandic Roots og aðrar heimildir á netinu eða á bókasöfnum.
Íslendingadaginn og samtök Vestur-Íslendinga.

Ávinningur þinn

Leiðarvísir um heimildir og ættfræðigögn um Vestur-Íslendinga.
Góður undirbúningur fyrir ferðalög um Íslendingaslóðir.

Fyrir hverja

Fyrir áhugafólk um sögu og samfélagsþróun í Íslendingabyggðum vestan hafs, þá sem vilja efla tengsl við vestur-íslenska ættingja sem og þá sem hyggja á ferðalög um Íslendingabyggðir.

Nánar um kennara

Stefán Halldórsson er félagsfræðingur og rekstrarhagfræðingur. Hann hefur, undanfarin misseri, kennt afar vinsæl námskeið um ættfræðigrúsk hjá Endurmenntun HÍ.

Almar Grímsson er lyfjafræðingur og fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélagsins. Hann hefur verið lykilmaður í samskiptum við Vestur-Íslendinga um langt skeið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vestur-Íslendingar

Verð
21900

<span class="fm-plan">Viltu efla tengsl vi&eth; vestur-&iacute;slenska &aelig;ttingja? Hyggur &thorn;&uacute; &aacute; fer&eth; um &Iacute;slendingasl&oacute;&eth;ir vestan hafs? &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um vesturfer&eth;irnar, helstu &Iacute;slendingabygg&eth;ir og gagnlegar a&eth;fer&eth;ir til a&eth; rekja &aelig;ttir e&eth;a leita uppl&yacute;singa &aacute; netinu.</span>