Staðnámskeið

Húmor og gleði í samskiptum ... dauðans alvara

Verð 19.100 kr.
Í gangi

Fim. 19. maí kl.17:00 - 19:30

3 klst.

Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði.

Húmor getur verið afar uppbyggilegur og nærandi en er einnig vandmeðfarið samskiptatæki. Fjölmargar rannsóknir sýna að það er t.d. mikil heilsubót af því að nota húmor á jákvæðan hátt. Húmor getur gjörbreytt andrúmslofti og aukið til muna ánægju og gleði í samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinnustaði, félagasamtök eða vinahópa.

Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu. Færð hafa verið rök fyrir því að uppbyggilegur húmor, t.d. á vinnustöðum, bæti áþreifanlega líðan starfsfólks, auki starfsánægju og getu. Sköpunargáfa eykst þegar húmor er notaður á jákvæðan hátt, einnig víðsýni og umburðarlyndi og húmor hefur afar jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Nauðsynlegt er þó að greina húmor að því marki sem unnt er og vega og meta hvaða húmor á við hverju sinni. Sumir óttast að beita húmor og telja sig hafa litla færni þegar kemur að því að gantast, spauga eða taka þátt í gríni, en húmor er svo miklu meira en það að láta fólk hlæja og allar lifandi verur hafa til að bera húmor, hver á sinn hátt, kúnstin er einfaldlega að þekkja sjálfan sig og sinn persónulega stíl.

Ávinningur þinn

Að auka næmni fyrir húmor, geta greint hann og tekið í taumana þegar húmor er beitt á neikvæðan hátt.
Að geta breytt andrúmslofti úr erfiðu í nærandi umhverfi.
Að auka gleði og hamingju í leik og starfi.
Að auka víðsýni, umburðarlyndi og sköpunargleði.
Að auka orku og öðlast betri heilsu.

Nánar um kennara

Edda Björgvinsdóttir lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands og meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá ENDURMENNTUN HÍ. Edda hefur víðtæka reynslu af námskeiðs- og fyrirlestrarhaldi af ýmsum toga.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Húmor og gleði í samskiptum ... dauðans alvara

Verð
19100

<span class="fm-plan">H&uacute;mor &iacute; &ouml;llum s&iacute;num fj&ouml;lbreytileika er vi&eth;fangsefni&eth; &aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i.</span>