

Valmynd
Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í heim skógræktar á Íslandi í máli og myndum. Fjallað er um helstu trjátegundir í skógrækt á Íslandi og uppruna þeirra, farið er yfir notgildi mismunandi trjátegunda, vöxt þeirra og hvernig þau þrífast hér á landi.
Um 120 ár eru síðan tilraunir með skógrækt hófust hérlendis og talsverð reynsla er komin á aðferðir við ræktun. Reynsla af trjárækt og tilraunum sýnir að hérlendis er mögulegt að rækta fjölbreytt úrval trjátegunda, og jafnvel að hefja skógrækt líka því sem þekkist í nágrannalöndum.
Á námskeiðinu verða kynntar trjátegundir sem hafa reynst vel á Íslandi, ásamt umfjöllun um uppruna þessara tegunda og mögulegt notagildi skóga framtíðarinnar. Námskeiðið verður á formi fyrirlesturs þar sem mikil áhersla verður á myndir, ásamt umræðum um viðfangsefnin.
Helstu trjátegundir í skógrækt á Íslandi.
Uppruna trjátegunda.
Notagildi mismunandi trjátegunda í skógrækt.
Vöxt skógartrjáa og hvernig þau þrífast á Íslandi.
Að kynnast helstu trjátegundum sem nýtast í skógrækt á Íslandi.
Að kynnast uppbyggingu skóga.
Að kynnast mögulegum nytjum af einstöku trjátegundum.
Námskeiðið er fyrir áhugafólk um skógrækt og hentar vel fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skref í ræktun skóga t.d. við sumarbústaði. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda. Námskeiðið er á íslensku.
Örn Óskarsson er líffræðingur og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann kenndi raungreinar (líffræði, skógfræði, jarðfræði og veðurfræði) við Fjölbrautaskóla Suðurlands og víðar í áratugi. Hann hefur unnið lengi við skógrækt og garðyrkju. Örn hefur komið að uppbyggingu Hellisskóga við Selfoss síðastliðin 35 ár, bæði sem formaður Skógræktarfélags Selfoss og framkvæmdastjóri félagsins.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í heim skógræktar á Íslandi í máli og myndum. Fjallað er um helstu trjátegundir í skógrækt á Íslandi og uppruna þeirra, farið er yfir notgildi mismunandi trjátegunda, vöxt þeirra og hvernig þau þrífast hér á landi.</span>