Valmynd
Námskeiðið hefst föstudaginn 27. janúar en þá fá þátttakendur fjarnámskeiðs senda upptöku með fyrsta fyrirlestri námskeiðsins. Upptökur verða svo sendar hvern föstudag til og með 17. mars (8x).
Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ. Gestakennari er Vilborg Davíðsdóttir.
Fjarnámskeið er frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja njóta námskeiðsins á þeim stað eða tíma sem hentar best.
Laxdæla saga er ein af merkustu og þekktustu Íslendingasögunum. Hún skartar glæsilegum hetjum á borð við Kjartan Ólafsson, en hans bíða harmræn örlög. Þó eru kvenpersónurnar eftirminnilegri: landnámskonan Auður djúpúðga, írska prinsessan Melkorka, Guðrún Ósvífursdóttir, en engar konur í samtíð hennar stóðust samanburðinn við hana. Listfengi sögunnar verður í fyrirrúmi en einnig hvernig hún túlkar átök Sturlungaaldar í myndinni sem hún dregur upp af fyrstu kynslóðum Íslendinga á mörkum kristni og heiðni.
Á námskeiðinu verður sagan rakin og staldrað við hnýsilega staði sem varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónusköpun og skírskotun til samfélagsgerðar, hugmynda og atburða úr samtímanum. Hugað verður sérstaklega að frásagnarlist höfundar, en honum er einkar lagið að skapa aðstæður þar sem þversagnir og spenna í sálarlífi persónanna koma fram. Þetta á ekki síst við um aðalpersónurnar í ástarþríhyrningnum banvæna, Guðrúnu, Kjartan og Bolla. Margt bendir til þess að sagan hafi verið samin af konu, eða a.m.k. fyrir konur. Farið verður í saumana á rökum sem fræðimenn hafa sett fram um höfundskap Laxdælu. Einnig verða kenningar kennarans um söguna kynntar.
Laxdæla sögu.
Frásagnarlist.
Eftrirminnilegar kvenpersónur.
Íslenskt miðaldasamfélag.
Átök Sturlungaaldar.
Betri þekking á einu mesta listaverki bókmenntasögunnar.
Aukinn skilningur á stöðu kvenna í íslensku miðaldasamfélagi.
Skemmtun.
Þekking á átökum Sturlungaaldar og tengsl við sagnaritun.
Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um sögu og bókmenntir miðalda, ekki síst þeim sem hafa áður sótt námskeið Endurmenntunar. Það er tilvalið fyrir kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla, leiðsögumenn og aðra sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu.
Torfi Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og kennt fjölmörg námskeið um þær á vegum Endurmenntunar.
Gestakennari á námskeiðinu verður Vilborg Davíðsdóttir, en hún hefur skrifað fjölmargar skáldsögur sem byggja á fornsögum, þ.á.m. þríleikinn um Auði djúpúðgu, Auði, Vígroða og Blóðug jörð.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-bold">Fjarnámskeið er frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja njóta námskeiðsins á þeim stað eða tíma sem hentar best.</span><span style="font-weight: bold;" ><br/><br/></span><span class="fm-plan">Laxdæla saga er ein af merkustu og þekktustu Íslendingasögunum. Hún skartar glæsilegum hetjum á borð við Kjartan Ólafsson, en hans bíða harmræn örlög. Þó eru kvenpersónurnar eftirminnilegri: landnámskonan Auður djúpúðga, írska prinsessan Melkorka, Guðrún Ósvífursdóttir, en engar konur í samtíð hennar stóðust samanburðinn við hana. Listfengi sögunnar verður í fyrirrúmi en einnig hvernig hún túlkar átök Sturlungaaldar í myndinni sem hún dregur upp af fyrstu kynslóðum Íslendinga á mörkum kristni og heiðni. <br/></span>