Staðnámskeið

Örlagaskipið Arctic

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 28. október
Almennt verð 23.000 kr. 20.900 kr.
Nýtt

Mán. 7. og 14. nóv. kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Saga skonnortunnar Arctic er stórbrotin saga örlaga, njósna, misréttis og misþyrminga. Skipið var í eigu Fiskimálanefndar frá hausti 1939 þar til það fórst við sunnanvert Snæfellsnes í mars 1943. Þá hafði Arctic lent í miklum háskaförum en alvarlegustu atburðirnir í sögu skipsins voru þegar áhöfnin, íslenskir sjómenn, lentu í úlfakreppu milli hervelda í hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar.

Saga skipsins hefur verið þekkt í sögu Íslands en aldrei verið jafn heilsteypt og nú. Jökull fer í gegnum söguna, fjallar um tímabilið og veltir upp ýmsum atvikum sem tengdust Arctic. Jafnframt fer hann yfir ritun sögunnar og þær áhugaverðu heimildir sem liggja að baki henni, til dæmis þau leyniskjöl Breta sem nýlega hafa verið gerð aðgengileg. Sumt eru hörmungar, annað hetjulegt og sumt skemmtilegt. Þetta er íslensk saga eins og hún gerist best og höfundur mun hleypa þátttakendum að kjarna hennar. Æskilegt er að fólk hafi lesið bókina áður en það situr námskeiðið til að fá sem mest upp úr upplifuninni en það er ekki krafa.

Á námskeiðinu er fjallað um

Sögu Arctic.
Sögu átakanna á Atlantshafi.
Mennina sem tengdust atburðum.
Tíðarandann á Íslandi.
Höfuðheimildir sögunnar.
Hvernig bókin var skrifuð og hvernig hún kom út (þetta er þriðja bók höfundar).

Ávinningur þinn

Möguleiki á að þekkja þessa sögu eins vel og mögulegt er
Fá að skoða hvernig saga verður að bók

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um þessa mögnuðu sögu íslenskra sjómanna í ólgusjó seinni heimsstyrjaldarinnar. Þátttakendur fá einstakt tækifæri til að skyggnast í þau gögn sem liggja að baki og samtal við höfund um það hvernig saga verður að bók.

Nánar um kennara

G. Jökull Gíslason er rannsóknarlögreglumaður og rithöfundur. Örlagaskipið Arctic er þriðja bók hans. Hinar fyrri eru Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova og Iceland in World War II – a blessed war sem var endurútgefin í aukinni útgáfu árið 2021.

Aðrar upplýsingar

Heimasíðu á fésbók fyrir námskeiðið má finna hér

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Örlagaskipið Arctic

Verð
23000

<span class="fm-plan">Saga skonnortunnar Arctic er st&oacute;rbrotin saga &ouml;rlaga, nj&oacute;sna, misr&eacute;ttis og mis&thorn;yrminga. Skipi&eth; var &iacute; eigu Fiskim&aacute;lanefndar fr&aacute; hausti 1939 &thorn;ar til &thorn;a&eth; f&oacute;rst vi&eth; sunnanvert Sn&aelig;fellsnes &iacute; mars 1943. &THORN;&aacute; haf&eth;i Arctic lent &iacute; miklum h&aacute;skaf&ouml;rum en alvarlegustu atbur&eth;irnir &iacute; s&ouml;gu skipsins voru &thorn;egar &aacute;h&ouml;fnin, &iacute;slenskir sj&oacute;menn, lentu &iacute; &uacute;lfakreppu milli hervelda &iacute; hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar.</span>