Staðnámskeið

Réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda

Verð 38.400 kr.
Aðeins 3 sæti laus
Í gangi

Þri. 21. og fim. 23. nóv. kl. 19:00 - 22:00

6 klst.

Pétur Guðmann Guðmannsson, réttarlæknir

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Hvernig metur réttarlæknir dánartíma? Hvernig rotna lík? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvernig fer krufning fram? Slys eða manndráp? Um allt þetta og margt fleira verður fjallað á „öðruvísi“ námskeiði sem er sniðið að forvitni skrifandi og skapandi fólks.

Á námskeiðinu verður skýrt frá helstu viðfangsefnum réttarlæknisfræðinnar (einnig kölluð réttarmeinafræði) og hlutverki réttarlækna í rannsókn dauðsfalla, þar á meðal manndrápa. Þá verður rætt um dauðann frá sjónarhóli læknisfræðinnar og það hvernig lík eru rannsökuð, hvernig þau koma fyrir og hvaða breytingar verða á líkamanum eftir dauðann.

Rannsóknaraðferð réttarlæknisins, krufning, er útskýrð í helstu atriðum, tilgangur hennar, styrkur og veikleikar. Kynntar verða til sögunnar valdar dánaraðstæður, t.d. eitrun og kyrking. Hugtök áverkafræði verða kynnt sem og túlkun á tilurð áverka. Þá verða tíundaðar fáeinar mýtur og furður varðandi dauðann.

Þess skal getið að kennari sýnir myndir til stuðnings máli sínu. Sumar hverjar þessara mynda sýna áverka á fólki og/eða látið fólk og geta vakið óhug.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvað er réttarlæknisfræði?
Dauðinn og líkið
Krufning
Eitrun
Kyrking
Áverkafræði
Augnablikin fyrir dauðann og dánartími
Vandinn við manndráp

Ávinningur þinn

Þú munt vita hvað réttarlæknisfræði fæst við, og hvert hlutverk réttarlæknis er við rannsókn á brotamáli.
Þú munt fá innsýn í sjónarhorn læknisfræðinnar á dauðann og dánarferlin.
Þú munt skilja að breytingar á líki eftir dauðann og birtingarmyndir rotnunar eru mjög misjafnlegar.
Mynd þín af krufningarferlinu og starfi réttarlæknis á vettvangi skýrist.
Þú munt kannast við helstu aðferðir við mat á dánartíma og þau vandamál sem þeim tengjast.
Þú munt fá innsýn í kyrkingarmorð og hvernig þau eru rannsökuð.
Þú munt skilja vandann við að greina eitrun.
Þú munt kynnast einstöku sjónarhorni réttarlæknisfræði á látna manneskju og hvernig það getur varpað ljósi á athafnir og önnur ferli í aðdraganda dauðans.
Þú munt verða af gömlum misskilningi um dauða og réttarlæknisfræði.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa ritlist að vinnu eða áhugamáli, og vilja geta fjallað á raunhæfan hátt um dauða, lík og réttarlæknisfræðilega rannsókn dauðsfalls.

Nánar um kennara

Pétur Guðmann Guðmannsson er réttarlæknir sem starfað hefur við fagið í 11 ár, fyrst í Svíþjóð og síðar á Íslandi. Hann hefur komið að fjöldamörgum rannsóknum á manndrápum og ofbeldisverkum. Hann hefur sérstaklega rannsakað áverka á hálsi og banvænar árásir dýra. Pétur kennir réttarlæknisfræði og hjartameinafræði við læknadeild HÍ.

Aðrar upplýsingar

Lesa frétt sem birtist á Vísir.is 12. ágúst 2023 Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann .

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda

Verð
38400

<span class="fm-plan">Hvernig metur r&eacute;ttarl&aelig;knir d&aacute;nart&iacute;ma? Hvernig rotna l&iacute;k? Vaxa neglur eftir dau&eth;ann? Hvernig fer krufning fram? Slys e&eth;a manndr&aacute;p? Um allt &thorn;etta og margt fleira ver&eth;ur fjalla&eth; &aacute; &bdquo;&ouml;&eth;ruv&iacute;si&ldquo; n&aacute;mskei&eth;i sem er sni&eth;i&eth; a&eth; forvitni skrifandi og skapandi f&oacute;lks.</span>