Fjarnámskeið

Loftslagsbreytingar og öfgaveðurfar

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 15. september
Almennt verð 20.800 kr. 18.900 kr.
Nýtt

Mið. 25. sept. kl. 19:15 - 22:15

3 klst.

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um loftslagsbreytingar sem eru ein alvarlegasta áskorun samtímans, þvert á alþjóðasamfélagið.

Breytingar á loftslagi hafa áhrif á allt lífhvolfið, og hvorki mörk landamæra né menningar skipta máli þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga. 
Ein af þeim afleiðingum sem oft er nefnd í sviðsmyndum um áhrif hækkunar hitastigs í heiminum eru auknar öfgar í veðurfari, en þær getur verið erfitt að meta frá einu veðri til annars. Á þessu námskeiði er farið yfir grunnhugtök í loftslagsfræði og veðuröfgum og rætt um mismunandi veðuröfgar síðustu ára, allt frá hitabylgjum, til fellibylja, flóða og djúpra lægða.

Á námskeiðinu er fjallað um

Loftslagsbreytingar og öfgaveður - grunnhugtök.
Afleiðingar og birtingarmyndir loftslagsbreytinga.
Mögulegar sviðsmyndir til framtíðar.

Ávinningur þinn

Aukin meðvitund um afleiðingar af loftslagsbreytingum.
Aukin þekking á hugtökum tengdum loftslagsbreytingum og öfgaveðri.
Aukinn skilningur á stöðu loftslagsmála í heiminum í dag.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á loftslagsmálum, veðurfræði og breytingum á veðurfari og nýtist áhugaveðurfræðingum jafnt sem áhugafólki um hnattræn málefni. Engar forkröfur eru gerðar.

Nánar um kennara

Elín Björk Jónasdóttir er með M.Sc. próf í veðurfræði frá Háskólanum í Osló og er sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Elín starfaði á Veðurstofu Íslands í yfir 20 ár ásamt því að sinna vísindamiðlun vegna veðurs og loftslagsmála.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Loftslagsbreytingar og öfgaveðurfar

Verð
20800

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um loftslagsbreytingar sem eru ein alvarlegasta &aacute;skorun samt&iacute;mans, &thorn;vert &aacute; al&thorn;j&oacute;&eth;asamf&eacute;lagi&eth;.</span>