Staðnámskeið

Jóga Nidra

Verð 32.900 kr.
Aðeins 5 sæti laus
Í gangi

Þri. 7. - 28. nóv. kl. 18:00 - 19:15 (4x)

5 klst.

Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari, Amrit Jóga Nidra leiðbeinandi, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari og Rajadhiraja yogakennari

Neskirkja, Hagatorgi.

Námskeið

Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Þessar æfingar eru sérhannaðar til þess að slaka svo djúpt á huga og líkama að við hreinlega ֦rennum” inn í djúpa hugleiðslu án fyrirhafnar.

Jóga Nidra byggir á því sem líkaminn kann, það er að sofna, og kallast þessi hugleiðsluaðferð öðru nafni ֦jógískur svefn”. Hugleiðslan færir okkur frá ytri athygli að athygli inn á við, þar sem skynfærin, vitsmunirnir og hugurinn gefa eftir. Þegar hugurinn kyrrist verða heilabylgjur hægari og við líðum inn í svefninn. Munurinn er þó sá á jóga Nidra og svefni að þrátt fyrir að vera í djúpu kyrrðarástandi höldum við vakandi vitund. Í þessari djúpu hvíld virkjum við slökunarhluta ósjálfráða taugakerfisins en í því ástandi losum við um spennu og streitu og endurnýjun líkama getur farið fram eins og gerist í djúpum svefni.

Þegar við komum út úr hugleiðslunni öðlumst við betri hæfni til þess að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum okkar. Við getum stigið til baka og valið hvort við viljum stýra hugsunum og hegðun eða láta þær stýra okkur.

Jógarnir trúa því að líkaminn og það ytra sé birtingarmynd þess innra og því þurfi að vinna með rótina en ekki einkennin. Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna. Ásetningur eru jákvæðar staðhæfingar sem hjálpa okkur að umbreyta gömlum vana sem býr í undirvitund og stýrir flestum hugsunum og viðbrögðum okkar.
Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi þriggja klukkustunda svefni.
Á námskeiðinu er:

Stutt fræðsla í upphafi hvers tíma um hugmyndafræði Jóga Nidra og áhrif þess á andlega og líkamlega líðan.
Jógastöður og teygjur í upphafi hvers tíma ca. 10 mínútur.
Leidd hugleiðsla í 45 mínútur.
Umræður um upplifun af hugleiðslunni í lok tíma fyrir þá sem þess óska.

Á námskeiðinu er fjallað um

Heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans.
Spennu og streitu.
Ósjálfráða taugakerfið og áhrif þess á andlega og líkamlega heilsu.
Tengingu við djúpa sjálfið, frelsi frá stöðugum hugsunum, ótta og stjórnun og hvernig hægt er að stýra hugsunum og viðbrögðum betur.

Ávinningur þinn

Aukin færni í að stýra eigin hugsunum í stað þess að þær stýri þér.
Meiri hugarró undir álagi.
Betri svefn.
Minni streita í daglegu lífi.
Minni kvíði.
Meiri orka og betri heilsa.
Betri einbeiting.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur.

Nánar um kennara

Jóhanna Björk Briem er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, hefur stundað nám í náms- og starfsráðgjöf, er löggiltur sjúkranuddari, Amrit Jóga Nidra leiðbeinandi, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari og Rajadhiraja yogakennari. Jóhanna hefur sinnt stundakennslu við HÍ, er sjálfstætt starfandi meðferðaraðili og heldur reglulega Jóga Nidra námskeið hjá ENDURMENNTUN, í fyrirtækjum, auk fleiri námskeiða víðar.

Aðrar upplýsingar

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með jógadýnur, teppi og kodda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jóga Nidra

Verð
32900

<span class="fm-plan">J&oacute;ga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er &aelig;vaforn huglei&eth;slua&eth;fer&eth; sem samanstendur af l&iacute;kams-, &ouml;ndunar- og n&uacute;vitundar&aelig;fingum. &THORN;essar &aelig;fingar eru s&eacute;rhanna&eth;ar til &thorn;ess a&eth; slaka svo dj&uacute;pt &aacute; huga og l&iacute;kama a&eth; vi&eth; hreinlega &#1446;rennum&rdquo; inn &iacute; dj&uacute;pa huglei&eth;slu &aacute;n fyrirhafnar.</span>