Staðnámskeið

Gáfaða dýrið

- rýnt í samspil vitsmuna og tilfinninga
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 13. október
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Mið. 23. og 30. okt. kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Maðurinn er gáfaðasta dýr jarðarinnar en líka það grimmasta. Ofuráhersla á vitsmuni mannsins hefur leitt af sér vanrækslu spendýrsins og afneitun frumstæðasta hluta hans með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu okkar, samskipti og umhverfið. Á námskeiðinu verður athyglinni beint að órökrétta hluta mannsins, dýrinu, og mikilvægi þess að tengja við hann. Bók Sæunnar Kjartansdóttur, Gáfaða dýrið, er innifalin í verði námskeiðs.

Þrátt fyrir gáfur mannsins er vitsmunaheilinn ekki jafn ráðandi og við viljum halda. Hann á í stöðugri glímu við frumstæðari hluta heilans, sem er fyrst og fremst upptekinn af öryggi, en upplifi hann minnstu vísbendingu um ógn á hann það til að taka völdin. Þetta skapar oft vanda því að frumstæði heilinn hefur ekkert tímaskyn, kann hvorki að hugsa né að lesa í aðstæður og hefur aðeins þrjár leiðir til að bregðast við; Að berjast, flýja eða frjósa. Í daglegu lífi geta þessi varnarviðbrögð birst með langsóttum og skaðlegum hætti fyrir einstaklinga og hópa.

Á námskeiðinu verður fjallað um mótsagnirnar í okkur; Við þörfnumst annars fólks en erum hrædd við það, erum gáfuð en takmörkuð, sjálfmiðuð en umhyggjusöm, öll eins en ólík, vistmunaverur og spendýr. Til að ná utan um mótsagnirnar þörfnumst við skilnings og speglunar frá öðru fólki.
Nálgunin byggist á sálgreiningu, tengslakenningum, taugavísindum og reynslu kennara af meðferðarvinnu með fullorðnum og ungbörnum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Þörf okkar fyrir aðra og óttann við þá.
Mótsagnir í manninum og hvernig við getum tekist á við þær.
Samspil líkama, huga og tilfinninga.
Birtingarmyndir streitu og áhrif hennar á samskipti og heilsu.
Tilhæfulausan ótta.
Sálrænu vöðvana og hvernig við styrkjum þá.
Mikilvægi tengsla.

Ávinningur þinn

Meiri sjálfskilningur.
Betri streituvarnir.
Aukin meðvitund um mikilvægi samskipta og tengsla.
Meiri áhugi á fólki.

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir öll sem vilja skilja sjálfa sig og aðra betur.

Nánar um kennara

Sæunn Kjartansdóttir er sjálfstættt starfandi sálgreinir með langa reynslu af einstaklingsmeðferð og handleiðslu fagfólks. Hún er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna, sem nú er hluti af Geðheilsumiðstöð barna hjá HH, sem sérhæfir sig í meðferð foreldra og ungbarna með geðheilsuvanda. Hún hefur gefið út bækur um sálgreiningu og tengsl út frá faglegri og persónulegri reynslu: Hvað gengur fólki til? Árin sem enginn man, Fyrstu 1000 dagarnir og Óstýriláta mamma mín.... og ég, og Gáfaða dýrið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gáfaða dýrið

Verð
32900

<span class="fm-plan">Ma&eth;urinn er g&aacute;fa&eth;asta d&yacute;r jar&eth;arinnar en l&iacute;ka &thorn;a&eth; grimmasta. Ofur&aacute;hersla &aacute; vitsmuni mannsins hefur leitt af s&eacute;r vanr&aelig;kslu spend&yacute;rsins og afneitun frumst&aelig;&eth;asta hluta hans me&eth; alvarlegum aflei&eth;ingum fyrir heilsu okkar, samskipti og umhverfi&eth;. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur athyglinni beint a&eth; &oacute;r&ouml;kr&eacute;tta hluta mannsins, d&yacute;rinu, og mikilv&aelig;gi &thorn;ess a&eth; tengja vi&eth; hann. B&oacute;k S&aelig;unnar Kjartansd&oacute;ttur, G&aacute;fa&eth;a d&yacute;ri&eth;, er innifalin &iacute; ver&eth;i n&aacute;mskei&eth;s.</span>