

Valmynd
Þri. 3. og mið. 4. okt. kl. 19:30 - 21:30
Kristín Jóhannsdóttir, sagnfræðingur og bókmenntafræðingur
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Berlín telst í dag ein af allra svölustu og áhugaverðustu höfuðborgum heims. Borgin á hreint ótrúlega sögu. Þaðan var grunnur lagður að þýsku heimsveldi, þarna riðu yfir tvær heimsstyrjaldir, sú fyrri með skelfilegri hungursneyð og sú síðari með eyðileggingu 2/3 hluta borgarinnar. Pólitísk skipting Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina var átakanlegust í Berlín en Berlínarmúrinn stóð í tæpa þrjá áratugi.
Farið verður í gegnum hápunkta þessarar miklu sögu og tekin staðan á „nýju Berlín“, heimsborginni sem á enga sér líka. Frá falli múrsins og sameiningu þýsku ríkjanna hefur borgin verið mikið endurbyggð. Í dag er þar að finna magnaða byggingarlist þar sem fólk hefur verið óhrætt við byltingarkenndar nýjungar. Fjölþjóðleg menning er einstök hvort sem er á sviði tónlistar, myndlistar, hönnunar eða einfaldlega í formi matar og drykkja og alltaf er sagan skammt undan.
Merka sögu og þróun Berlínar en í ár eru liðin 30 ár frá falli múrsins.
Ferðamannastaðinn Berlín; sögu, menningu, mat og mannlíf.
Leyndardóma borgarinnar á annan hátt en í hefðbundnum ferðalýsingum.
Aukin þekking á sögu og menningu einnar mögnuðustu höfuðborgar heims.
Góður undirbúningur fyrir heimsókn til Berlínar.
Kristín Jóhannsdóttir þekkir mjög vel þróun þessarar stórfenglegu borgar. Hún bjó þar í 10 ár, var í borginni þegar múrinn féll og lauk þar magisterprófi í sagnfræði og bókmenntum. Hún hefur verið tíður gestur í Berlín allar götur síðan, á eigin vegum og sem fararstjóri. Kristín skrifaði bókina Ekki gleyma mér sem gerist að hluta í Berlín þegar múrinn og austur blokkin fellur.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Berlín telst í dag ein af allra svölustu og áhugaverðustu höfuðborgum heims. Borgin á hreint ótrúlega sögu. Þaðan var grunnur lagður að þýsku heimsveldi, þarna riðu yfir tvær heimsstyrjaldir, sú fyrri með skelfilegri hungursneyð og sú síðari með eyðileggingu 2/3 hluta borgarinnar. Pólitísk skipting Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina var átakanlegust í Berlín en Berlínarmúrinn stóð í tæpa þrjá áratugi.</span>