

Valmynd
Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar
Fim. 9. nóv. kl. 19:00 - 22:00
Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur
Endurmenntun, Dunhaga 7
Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Með aukinni þekkingu fáum við betri yfirsýn og auðveldara verður að aðlaga sig að breyttu lífsmynstri.
Á námskeiðinu er fjallað um þá möguleika og þá valkosti sem þessi tímamót bjóða upp á. Farið verður, á einföldu og skýru máli, yfir reglur vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun, lífeyrisréttindi og séreignarsparnað og þá möguleika sem í boði eru, ásamt því skoða þann sveigjanleika sem er í boði við starfslok.
Greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og skerðingar á þeim.
Kosti og galla þess að flýta eða seinka töku lífeyris.
Hálfur lífeyrir – er það góður kostur?
Ráðstöfun séreignasparnaðar.
Umtalsverður fjárhagslegur ávinningur getur fylgt aukinni þekkingu á lífeyris- og skattamálum ásamt þekkingu á tryggingakerfinu.
Betri yfirsýn yfir væntar lífeyrisgreiðslur.
Minni líkur á endurkröfu frá Tryggingastofnun eða ófyrirséðum skattagreiðslum.
Með aukinni þekkingu verður auðveldara að aðlaga sig að breyttu lífsmynstri.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja bæta þekkingu sína á fjármálum við starfslok, eru að huga að starfslokum, nálgast eftirlaunaaldur eða hafa nýverið hætt störfum.
Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur, þekkir vel til lífeyrismála en hún starfar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sem sérfræðingur í lífeyrisdeild. Um langt skeið hefur hún haldið kynningar á lífeyrisréttindum fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir og er hún einnig fulltrúi LSR í fræðslunefnd Landssamtaka lífeyrissjóða.
Ekki er nauðsynlegt að undirbúa sig sérstaklega fyrir námskeiðið en gott er að skoða sín réttindi fyrir námskeiðið og gera sér grein fyrir stöðu sinni. Ef eitthvað er óljóst má senda spurningar á kennarann eða bera þær upp á námskeiðinu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Með aukinni þekkingu fáum við betri yfirsýn og auðveldara verður að aðlaga sig að breyttu lífsmynstri.</span>