Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Stofan á heimilinu

- heildarmynd á fjölnota rými
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 8. janúar
Almennt verð 19.100 kr. 17.300 kr.

Þri. 18. jan. kl. 19:15 - 22:15

3 klst.

Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður farið í nánast allt sem viðkemur stofunni: Liti, lýsingu, uppröðun húsgagna, myndir á veggjum og fleira. Hvernig þjónar stofan þörfum fjölskyldunnar?

Stofan er fjölnota rými og því skiptir máli að skilgreina hlutverk hennar – stór og smá. Við viljum hafa hana hlýlega og umfram allt nýtilega þannig að hún þjóni þörfum okkar, hvort heldur sem við höfum sjónvarp, borðstofu og/eða vinnurými í sama rými.
Mestu máli skiptir að hver og einn fái góðan heildarsvip á rýmið með tilliti til lýsingar, lita, mynda, flæðis, áferðar s.s. gardína og svo mætti lengi telja.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hlutverk stofunnar.
Hverjar eru þarfir fjölskyldunnar?
Uppröðun húsgagna.
Að ná fram hlýju með litum, lýsingu, áferð o.fl.

Ávinningur þinn

Þú færð góða yfirsýn yfir það hverjar “reglurnar” eru.
Hugmyndir til að ná fram góðri heild á rýmið.
Hugmyndir að mögulegum útfærslum á uppröðun og notkun fyrir mismunandi hluti.
Hvernig skapa eigi hlýlegt yfirbragð.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að fegra stofuna sína og láta hana uppfylla þarfir fjölskyldunnar.

Nánar um kennara

Emilía Borgþórsdóttir er iðnhönnuður. Hún starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands. Emilía starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stofan á heimilinu

Verð
19100

<span style="font-size: 12px;" >&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; &iacute; n&aacute;nast allt sem vi&eth;kemur stofunni: Liti, l&yacute;singu, uppr&ouml;&eth;un h&uacute;sgagna, myndir &aacute; veggjum og fleira. Hvernig &thorn;j&oacute;nar stofan &thorn;&ouml;rfum fj&ouml;lskyldunnar?</span>