Staðnámskeið

Að skrifa til að lifa

Verð 54.900 kr.
Aðeins 3 sæti laus
Í gangi

Þri. 3. okt. - 31. okt. kl. 19:30 - 21:30 (5x)

10 klst.

Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu eru skapandi skrif notuð sem verkfæri til betra lífs.
Þátttakendur skrifa um eigið líf, drauma og væntingar með það að markmiði að láta minningar og atburðir úr fortíðinni öðlast annarskonar og jákvæðari merkingu.

Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins.

Með því að skrifa um erfiða reynslu eða atburði sem sitja fastir innra með okkur er hægt að öðlast nýja sýn á lífið og losna úr neti sársaukans. Þannig fara þátttakendur að sjá líf sitt frá öðru sjónarhorni og öðlast fjarlægð frá atburðum sem hafa litað líf þeirra.

Námskeiðið samanstendur af skriflegum æfingum, heimavinnu og hugleiðslu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvernig hægt er að vinna með eigin sögu.
Hvernig þú nærð tengslum við innri rödd og innri sýn með því að skrifa.
Hvernig þú getur skrifað þig frá erfiðum minningum/ atburðum.
Hvernig þú getur skrifað þig inn í gleði og góðar minningar.

Ávinningur þinn

Að öðlast jákvæðari sýn á allt sem hefur gerst í lífi þínu.
Að læra að skrifa þér til uppbyggingar, gagns og gleði.
Að læra að skrifa í flæði og ná tengslum við innri rödd.
Að öðlast nýja sýn í gegnum skriftir.

Fyrir hverja

Fyrir alla sem langar að skrifa um eigin reynslu en einnig þá sem vilja nota skrif til að auka vellíðan og innsæi.

Nánar um kennara

Ólöf Sverrisdóttir er leikkona með MA-próf í Theater Practice. Hún hefur kennt á námskeiðum í leiklist, ritlist og sagnalist. Ólöf hefur skrifað eina barnabók og nokkur leikrit og hefur lokið ritlistarnámi í HÍ. Hún hefur mikinn áhuga á ritlist sem verkfæri til sjálfsheilunar og uppbyggingar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að skrifa til að lifa

Verð
54900

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu eru skapandi skrif notu&eth; sem verkf&aelig;ri til betra l&iacute;fs.<br/>&THORN;&aacute;tttakendur skrifa um eigi&eth; l&iacute;f, drauma og v&aelig;ntingar me&eth; &thorn;a&eth; a&eth; markmi&eth;i a&eth; l&aacute;ta minningar og atbur&eth;ir &uacute;r fort&iacute;&eth;inni &ouml;&eth;last annarskonar og j&aacute;kv&aelig;&eth;ari merkingu.</span>