Staðnámskeið

Að rita ævisögur og endurminningar

Verð 48.300 kr.

Fim. 6. okt. kl. 19:30-21:30
Þri. 11. okt. kl. 19:30-21:30
Fim. 13. okt. kl. 19:30-21:30
Fim 27. okt. kl. 19:30-21:30

8 klst.

Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Langar þig að skrásetja minningar sem sækja á þig? Siturðu uppi með fróðleik um ættingja, vini eða tímabil sem þú veist ekki hvað skal gera með? Ertu kannski með bók í bígerð?

Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Farið verður vandlega í frásagnaraðferðir og ýmsar leiðir sem hægt er að nota, og jafnframt fjallað um heimildanotkun og frágang þeirra.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvernig eigi að bera sig að við ritun minninga eða ævisögulegs efnis.
Ýmsar gerðir ævisagna og þróun þeirra.
Ólíkar frásagnaraðferðir og stílbrögð; skáldaleyfi, ýkjur, sviðsetningar.
Framsetningu og heimildanotkun.
Tengsl sannleika og skáldskapar í ævisögum.

Ávinningur þinn

Að læra að skrifa góðan texta um sjálfan sig og aðra.
Fræðast um margvíslegan vanda og álitamál tengd ævisagnaritun.
Að hugleiða „sannleika“ og „lygi“ um ævi fólks.
Umgengni við heimildir og ritað mál.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa velt fyrir sér að skrá minningar sínar, ættingja sinna, sögu ættar/staðar / dýra / hluta ... og áhugafólki um ævisögur.

Nánar um kennara

Páll Valsson er bókmenntafræðingur og rithöfundur. Páll hefur starfað í áratugi við bókaútgáfu, bæði sem ritstjóri og útgáfustjóri, og að auki skrifað ævisögur Jónasar Hallgrímssonar, Jóhönnu Sigurðardóttur, Vigdísar Finnbogadóttur og Egils Ólafssonar. Páll hefur að auki víðtæka kennslureynslu bæði af framhaldsskóla- og háskólastigi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að rita ævisögur og endurminningar

Verð
48300

<span class="fm-plan">Langar &thorn;ig a&eth; skr&aacute;setja minningar sem s&aelig;kja &aacute; &thorn;ig? Situr&eth;u uppi me&eth; fr&oacute;&eth;leik um &aelig;ttingja, vini e&eth;a t&iacute;mabil sem &thorn;&uacute; veist ekki hva&eth; skal gera me&eth;? Ertu kannski me&eth; b&oacute;k &iacute; b&iacute;ger&eth;?</span>