Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Smásagnaskrif

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 30. október
Almennt verð 48.300 kr. 43.900 kr.

Þri. 9. nóv. - 7. des. kl. 20:00 - 22:00 (5x)

10 klst.

Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Í íslenskri orðabók frá Eddu segir að smásaga sé „stutt skálduð frásögn í lausu máli með fáum persónum, oft hnituð um einn atburð sem bregður ljósi á heila ævi.“ Þessi skýring opnar ýmsar gáttir og vekur ótal spurningar sem reynt verður að svara á fimm vikum.

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra að skoða grunnþætti smásögunnar; hugtök, nauðsynlega afmörkun og nákvæmt skipulag.
Sérstaða smásögunnar verður skoðuð. Á námskeiðinu verður farið í það með einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við skrifum smásögu. Þátttakendur munu, hver og einn, skrifa þrjár smásögur á námskeiðinu, ýmist í samvinnu við aðra eða upp á eigin spýtur. Markmiðið er að nemendur gefi saman út smásagnakver og kennarinn mun sjá um að koma allri framkvæmdinni í réttan farveg.
Á námskeiðinu verður smásagan skoðuð í sögulegu samhengi og rýnt í verk nokkurra þekktra smásagnahöfunda. Þá verður nákvæmlega farið yfir ólíkar leiðir og hina náttúrulegu afmörkun efnis smásögunnar. Nemendur fá einfaldar skýringar, viðeigandi verkefni og fjölmörg dæmi sem opna skilning. Til allra verkþátta er vandað og öllum leiðbeiningum fylgt úr hlaði með sérsniðnum æfingum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvernig skrifar maður smásögu?
Hvað þarf til að láta söguna ganga upp?
Hvernig virkjum við samvinnu við skrif?
Hver eru hugtökin sem skipta okkur máli?
Hvernig berum við okkur að við að gefa út bók?
Hvernig stýrum við yfirlestri?
Hvernig finnum við bestu leiðirnar?

Ávinningur þinn

Að skipuleggja smásagnaskrif.
Að halda utan um efnisþætti smásögunnar.
Að skilja afmarkaðan heim smásögunnar.
Að virkja samvinnu við sköpun smásögu.
Að standa að útgáfu bókar.
Að vinna verk frá A til Ö.
Að sjá smásagnasafn verða til.

Fyrir hverja

Námskeið þetta er fyrir fólk sem hefur í hyggju að sinna ritlist og langar að þróa skrif sín og ná tökum á smásagnaritun. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja átta sig á helstu undirstöðuatriðum smásagnaskrifa og læra að virkja sköpunarþrá til góðra verka.

Nánar um kennara

Kristján Hreinsson er skáld og heimspekingur. Hann er einnig menntaður framhaldsskólakennari. Bækur hans eru u.þ.b. 70 talsins. Hann hefur ort u.þ.b. 1000 söngtexta sem komið hafa út á plötum. Hefur skrifað mikinn fjölda greina, ógrynni limra og annarra lausavísna. Kristján hefur áður haldið mörg námskeið hjá Endurmenntun, með afar góðum árangri.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Smásagnaskrif

Verð
48300

<span class="fm-plan">&Iacute; &iacute;slenskri or&eth;ab&oacute;k fr&aacute; Eddu segir a&eth; sm&aacute;saga s&eacute; &bdquo;stutt sk&aacute;ldu&eth; fr&aacute;s&ouml;gn &iacute; lausu m&aacute;li me&eth; f&aacute;um pers&oacute;num, oft hnitu&eth; um einn atbur&eth; sem breg&eth;ur lj&oacute;si &aacute; heila &aelig;vi.&ldquo; &THORN;essi sk&yacute;ring opnar &yacute;msar g&aacute;ttir og vekur &oacute;tal spurningar sem reynt ver&eth;ur a&eth; svara &aacute; fimm vikum.</span>