Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Bókaranám - afstemmingar

Annað þrep
Verð 168.000 kr.

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Nýtt

Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum endurmenntun@hi.is

Námskeiðið hefst 24. jan. og lýkur 17. feb. 2022

41 klst.

Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og Elísa Berglind Sigurjónsdóttir, viðskiptafræðingur.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Í samstarfi við Bókhald og kennslu ehf.

Námskeiðið er annað þrepið í bókaranámi Endurmenntunar. Undanfari er Bókaranám - grunnur (fyrsta þrep) eða víðtæk reynsla við bókhaldsstörf.

Nemendur læra um lagaumhverfið, afstemmingar eigna og skulda, svo sem viðskiptakröfur, viðskiptaskuldir, bankareikninga og ógreidda launaliði. Farið verður í birgðir, vöruspjöld, uppsetningu þeirra og útreikninga á innkaupsverði, álagningu og framlegðarútreikninga. Nemendur læra allt sem tilheyrir því að ganga frá bókhaldinu til uppgjörsaðila, svo sem skil launamiða, launaframtal, skil verktaka og hlutafjármiða, bæði handvirkt og hvernig er hægt að nýta kerfin til þess. Farið verður í grunnatriði í jöfnum, reikning á dráttarvöxtum á kröfum og reikningi á gengismun, breytingum á vísitölu, skuldum og uppreikningi lána. Nemendur læra á mismunandi lánaform, t.d. skuldabréf og lánalínur. Nemendur fá þjálfun í að senda inn leiðréttingar í vefskilum og í gegnum bókhaldskerfi sem og hvernig á að senda inn viðbótargögn með skýrslum og hvað helst ber að senda með.

Markmið

Markmiðið er að nemendur fái þjálfun og kennslu sem líkir eftir raunverulegu umhverfi á bókhaldsstofu, notuð eru til þess nokkur kerfi eins og DK, Regla, Nav, stemmarinn og Excel.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að:
Þekkja afstemmingar allra eigna og skuldaliða, kunna að nota flestar þær aðferðir sem notaðar eru í bókhaldsdeildum.
• Þekkja aðferðir, s.s. afstemmingartól eins og „stemmarann“ og jöfnunar/afstemmingartól kerfanna.
• Geta tekið út úr kerfunum vsk skýrslur og gert samanburð milli bókhalds og skilaðra skýrslna.
• Kunna að gera flestar leiðréttingar í bókhaldi sem og í öllum undirkerfum.
• Geta tekið og gert gengismunaútreikninga.
• Kunna skil á helstu afstemmingum við skattinn með helstu gjöld.
• Þekkja lotanir.
• Kunna að reikna út lán og gera afstemmingar á lánalínum og skuldabréfum.
• Geta gert einfalda útreikninga í útreikningi dráttarvaxta.
• Þekkja uppsetningu vöruspjalda og útreikninga á kostnaðarverði og álagningu.
• Geta gengið frá öllum helstu miðaskilum til hins opinbera, mánaðarlega og árslega og þekkja hvernig hægt er að nýta kerfin við þessi skil.
• Kunna frágang á helstu aðferðum við frágang uppgjörsgagna til uppgjörsaðila.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er frá kl. 9:00 – 12:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Fim. 3. feb. og mán. 14. feb. er kennt frá kl. 8:30-12:30. Námskeiðið byggir á verklegum æfingum, fyrirlestrum og virkri þátttöku nemenda.

Upplýsingar um kennsludaga er að finna í kennsluáætlun.

Námsmat

Námsmat er í formi símats ásamt lokaverkefni. Viðveruskylda er 70% og skila þarf 70% verkefna sem lögð verða fyrir.

Fyrir hverja

Fyrir þá sem vilja starfa í bókhaldsdeildum og klára allar afstemmingar í hendur uppgjörsaðilans. Einnig hentar það aðilum sem eru í eigin rekstri eða rekstraraðilum félaga sem vilja fækka vinnustundum uppgjörsaðilans og gera meira sjálfir og ekki síst þá sem stefna á að starfa sem aðalbókarar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lágmarksþekkingu í Excel.

Umsókn

Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á námi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Bókaranám - afstemmingar

Verð
168000

<span style="font-family: 'Arial';font-size: 12px;" >N&aacute;mskei&eth;i&eth; er anna&eth; &thorn;repi&eth; &iacute; <a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://endurmenntun.is/namsbrautir/61000H22"></span><span class="fm-plan">b&oacute;karan&aacute;mi Endurmenntunar</a></span><span style="font-family: 'Arial';font-size: 12px;font-style:italic;" >.</span><span class="fm-plan"> Undanfari er B&oacute;karan&aacute;m - grunnur (fyrsta &thorn;rep) e&eth;a v&iacute;&eth;t&aelig;k reynsla vi&eth; b&oacute;khaldsst&ouml;rf.</span>