Staðnámskeið

Íslenska fyrir háskólanám (B2)

Icelandic for Academic Purposes (B2)
Skráning til og með 26. ágúst Verð 75.000 kr.
Nýtt

Þri. og fim. 6. sept. - 24. nóv. kl. 11:40 - 13:10 (22x) Ekki er kennt dagana 11. og 13. október.

30 klst.

Upplýsingar um kennara verða birtar hér síðar. / Information about teachers will be informed here later.

Háskóli Íslands, Upplýsingar um kennslustofu verður birt um leið og hún liggur fyrir.

Námskeið

Í samstarfi við Íslensku- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ

Information in English can be found below under course description.

Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að vera undirbúningur fyrir háskólanám nemenda með annað móðurmál en íslensku. Megináhersla er lögð á lesskilning og ritun með aðstoð texta af margvíslegu tagi, s.s. blaðagreina og smásagna. Nemendur verða einnig þjálfaðir í hlustunarskilningi með því að kynna sér samfélagsumræðu auk þess sem horft verður á bíómynd. Fylgst verður með umræðum, fréttum og viðtalsþáttum í fjölmiðlum og nemendur ræða efnið í litlum hópum með kennara. Nemendur flytja jafnframt kynningu á völdu efni og vinna skrifleg heimaverkefni sem reyna á skilning og beinast að ýmsum málnotkunaratriðum. Samhliða þessu verður skerpt á flóknari þáttum málkerfisins.

Hæfniviðmið:
Nemendur skilji fyrirlestra og geti fylgst með rökræðum um kunnugleg efni. Þeir skilji megininntak fréttatengds efnis.
Nemendur skilji lengri texta um samfélagsleg málefni og geti lesið léttar samtímabókmenntir.
Nemendur geti tekið þátt umræðum um kunnugleg málefni og rökstutt skoðanir sínar.
Nemendur geti í mæltu máli gefið skýra lýsingu á málefnum sem þeir þekkja vel.
Nemendur geti skrifað greinargóða texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði þeirra. Í rituðu máli geti þeir fært rök fyrir málstað sínum og lagt áherslu á ákveðin atriði.
Hæfniviðmiðin byggjast á Samevrópska matsrammanum fyrir tungumál.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunn í íslensku en vilja bæta færni sína í lífi og starfi.
Vinsamlegast athugið: Forkröfur eru á námskeiðið. Þátttakendur þurfa að hafa færni sem samsvarar B1 í samevrópska matsrammanum fyrir tungumál.
Færnin jafngildir fyrsta ári í BA-námi í íslensku sem öðru máli eða a.m.k. fimm námskeiðum í tungumálaskólum og langri dvöl í íslensku málumhverfi.
Þátttakendur þreyta inntökupróf fyrir upphaf námskeiðs.

Aðrar upplýsingar:
Námskeiðið er kennt í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ en nemendur HÍ greiða ekki gjald fyrir þátttöku og er þeim bent á að skrá sig í gegnum Uglu.

Sjá kennsluskrá hér.

Course description
The course is a preparation for university studies of students who speak Icelandic as a second language. Emphasis is placed mainly on reading comprehension and writing, through use of texts from various sources, e.g., newspaper articles and short stories. Students also practice listening comprehension by following discussions on current affairs as well as watching a film in Icelandic. Students follow news and talk shows in the media and discuss chosen topics in small groups. Students are also expected to give presentations and submit written assignments through which comprehension and language usage are practiced. Furthermore, the more complex aspects of grammar are explained and practiced.

The course is taught in Icelandic.

Learning Outcomes:
Students are able to understand lectures and follow lines of argument provided the topic is familiar. They are able to understand the main content of current affairs programs.
Students are able to read simple, contemporary literary prose and longer texts about current affairs. Students are able to actively participate in discussions in familiar contexts, accounting for their views.
Students are able to present clear descriptions of subjects related to their field of knowledge.
Students are able to write detailed texts on a wide range of subjects related to their interests. In written language, they are able to give reasons in support of or against a particular point of view, placing special emphasis on certain points.
Students learn methods to facilitate independent study of the language after the course has come to an end.
The learning outcomes are based on The Common European Framework of Reference for Languages.

Who should attend:
This course is intended for students with knowledge in Icelandic.
Prerequisite are CEFR level B1, or at least five courses in language schools and some years in an Icelandic language environment.
Participants will have to pass an entrance exam.

Other information:
This course is tought in cooperation between the Continuing Education of Iceland and the faculty of Icelandic and Comparative Cultural studies, students of the University of Iceland do not pay a participation fee and should sign up trough Ugla,
See the course catalogue here.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Íslenska fyrir háskólanám (B2)

Verð
75000

<span class="fm-plan">Information in English can be found below under course description.</span>