Staðnámskeið

Ólympíuleikarnir

- stærsti viðburður í heimi
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 6. september
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.
Nýtt

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Mán. 16. - 30. sept. kl. 20:00 - 22:00 (3x)

6 klst.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íþróttaáhugamaður

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Ólympíuleikarnir fanga athygli heimsbyggðarinnar á fjögurra ára fresti. Saga þeirra er þó margbrotnari og um margt furðulegri en flesta grunar. Pólitískt valdatafl, einræðisstjórnir, kynþáttafordómar og miklir efnahagslegir hagsmunir – allt tengist þetta sögu Ólympíuleika nútímans sem fjallað verður um á námskeiðinu.

Nær öll sjálfstæð ríki senda keppendur sína á Ólympíuleikana sem hafa verið fyrirmynd íþróttastarfs um heim allan og gefið okkur mörg minnisstæðustu atvik íþróttasögunnar. Illræmdir þjóðarleiðtogar hafa baðað sig í frægðarljóma leikanna og í Kalda stríðinu urðu þeir pólitískt bitbein, en þeir hafa líka átt stóran þátt í að græða sár styrjalda eða byggja upp sjálfsmynd nýfrjálsra þjóða.

Á námskeiðinu er fjallað um

Upphafssagan: Íþróttahugsjónin og yfirstéttin hrokafulla.
Hvernig hafa einræðisstjórnir um víða veröld reynt að færa sér Ólympíuleikana í nyt?
Alþjóðaólympíunefndin, peningarnir og spillingin.
Minnisstæðustu atvikin.
Þátttaka Íslendinga og áhrifin á íslenskar íþróttir.

Ávinningur þinn

Dýpri skilningur á Ólympíuleikunum sem mikilvægu samtímafyrirbæri og sögu þess.
Skemmtilegur upptaktur að Ólympíuleikunum í sumar.

Fyrir hverja

Öll þau sem vilja kynna sér betur hina lygilegu sögu sem spannar nærri 130 ár. Íþróttaáhugi ekki skilyrði, en kemur þó klárlega að gagni.

Nánar um kennara

Stefán Pálsson hefur um langt árabil skrifað sögulega pistla um knattspyrnu í dagblöð, gert um efnið útvarpsþætti og sjónvarpsinnslög auk þess að vera viðmælandi í ýmsum hlaðvarpsþáttum. Hann var jafnframt höfundur Frambókarinnar, aldarsögu knattspyrnufélagsins Fram.

Aðrar upplýsingar

Engar forkröfur eru gerðar fyrir námskeiðið. Kennari mun benda á hentugt lesefni til undirbúnings sem mun greiða fyrir skilningi en er þó ekki forsenda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ólympíuleikarnir

Verð
32900

<span class="fm-plan">&Oacute;lymp&iacute;uleikarnir fanga athygli heimsbygg&eth;arinnar &aacute; fj&ouml;gurra &aacute;ra fresti. Saga &thorn;eirra er &thorn;&oacute; margbrotnari og um margt fur&eth;ulegri en flesta grunar. P&oacute;lit&iacute;skt valdatafl, einr&aelig;&eth;isstj&oacute;rnir, kyn&thorn;&aacute;ttaford&oacute;mar og miklir efnahagslegir hagsmunir &ndash; allt tengist &thorn;etta s&ouml;gu &Oacute;lymp&iacute;uleika n&uacute;t&iacute;mans sem fjalla&eth; ver&eth;ur um &aacute; n&aacute;mskei&eth;inu.</span>