Staðnámskeið

Salka Valka - níræð og síung

Verð 27.400 kr.
Í gangi

Mán. 3. og mið. 5. okt. kl. 20:00 – 22:00. Lau. 8. okt. er heimsókn á Gljúfrastein kl. 14:00 (3x)

6 klst.

Fyrirlestra og umsjón hefur Halldór Guðmundsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, með höndum. Sérstakir gestir námskeiðsins verða Þorgerður E. Sigurðardóttir dagskrárgerðarkona á Rás 1, Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Gljúfrastein - hús skáldsins

Skáldsagan Salka Valka eftir Halldór Laxness kom út fyrir 90 árum. Þessi saga, um unga stúlku í sjávarplássi í afskekktum firði, vakti mikla athygli á sínum tíma og var fyrsta bók Halldórs sem þýdd var á erlend mál. Hver er bakgrunnur hennar, hvernig er hún samansett og hvaða erindi á hún við okkur núna?

Skáldsagan Salka Valka kom út í tveimur bindum á árunum 1931 og 1932, seinna bindið á þrítugsafmæli höfundarins. Hún er sú fyrsta af hinum stóru þjóðfélagslegu skáldsögum Halldórs Laxness og gerist í litlu sjávarplássi við afskekktan fjörð. Öðrum þræði er hún þroskasaga ungar stúlku, Sölku Völku, og segir frá reynslu hennar af ástinni, sambandinu við móður sína og draumi hennar um betra líf, en hún er líka samfélagsspegill og pólitískt verk. Hún er sannarlega saga frá Íslandi, en fyrsta gerð hennar var þó kvikmyndahandrit sem samið var í Hollywood. Á námskeiðinu verður fjallað um sögulegan jafnt sem ævisögulegan bakgrunn verksins, um byggingu þess og persónu- og samfélagslýsingar en líka spurt hvaða erindi hún eigi við nútímann.

Námskeiðið byggist á tveimur fyrirlestrakvöldum en í þriðja tímanum verður farið í heimsókn á Gljúfrastein.
Öll skiptin fær námskeiðshópurinn til sín góða gesti. Fyrsta kvöldið kemur Þorgerður E. Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 í heimsókn, annað kvöldið Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona og á Gljúfrasteini verður Auður Jónsdóttir rithöfundur með hópnum.
Fyrirlestra og umsjón hefur Halldór Guðmundsson með höndum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Íslenska bókmenntasögu.
Halldór Laxness.
Skáldsagnagerð.
Stöðu og baráttu kvenna.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á ofangreindum atriðum; bókmenntasögu, Halldóri Laxness, skáldsagnagerð og stöðu kvenna þá og nú.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem áhuga hafa á íslenskri bókmenntasögu, skáldsagnagerð og Halldóri Laxness.

Nánar um kennara

Halldór Guðmundsson er menntaður í almennri bókmenntafræði, hefur skrifað ævisögu Halldórs Laxness og kennt vinsæl námskeið við EHÍ.

Þorgerður E. Sigurðardóttir er menntuð bæði í bókmenntafræði og sviðslistum og hefur starfað sem leikhússtjóri útvarpsleikhússins og við dagskrárgerð á Rás 1 og gerði fyrr á árinu sérstakan þátt um Sölku Völku.

Helga Rakel Rafnsdóttir lauk prófi í skapandi heimildamyndagerð í Barcelona. Síðast bæði leikstýrði hún og framleiddi myndina Góði hirðirinn (2020).

Auður Jónsdóttir er barnabarn Halldórs Laxness og einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Síðast sendi hún frá sér skáldsöguna
Allir fuglar fljúga í ljósið (2021).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Salka Valka - níræð og síung

Verð
27400

<span style="font-size: 12px;color: #505050;" >Sk&aacute;ldsagan </span><span style="font-family: 'Arial';color: #505050;font-style:italic;" >Salka Valka</span><span style="font-size: 12px;color: #505050;" > eftir Halld&oacute;r Laxness kom &uacute;t fyrir 90 &aacute;rum. &THORN;essi saga, um unga st&uacute;lku &iacute; sj&aacute;varpl&aacute;ssi &iacute; afskekktum fir&eth;i, vakti mikla athygli &aacute; s&iacute;num t&iacute;ma og var fyrsta b&oacute;k Halld&oacute;rs sem &thorn;&yacute;dd var &aacute; erlend m&aacute;l. Hver er bakgrunnur hennar, hvernig er h&uacute;n samansett og hva&eth;a erindi &aacute; h&uacute;n vi&eth; okkur n&uacute;na?</span>