Staðnámskeið

Íslenskugrunnur 2

Basic Icelandic II
Skráning til og með 26. ágúst Verð 75.000 kr.

Mán. og mið. 5. sept. - 23. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (22x) Ekki er kennt dagana 10. og 12. október.

30 klst.

Upplýsingar um kennara verða birtar hér síðar. / Information about teachers will be informed here later.

Háskóli Íslands, Upplýsingar um kennslustofu verður birt um leið og hún liggur fyrir.

Námskeið

Í samstarfi við Íslensku- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ

Information in English can be found below under course description.

Námskeiðið er ætlað nemendum með lítinn grunn í íslensku. Nánari upplýsingar um forkröfur má finna hér neðar.

Á námskeiðinu eru nemendur fyrst og fremst þjálfaðir í munnlegum samskiptum á íslensku og skilningi á mæltu máli. Setningar sem þarf til að bjarga sér í daglegu lífi eru þjálfaðar og nemendur vinna að hlustunarverkefnum innan og utan kennslustofu. Ýmis framburðaratriði eru æfð, m.a. tónfall og hljóðaklasar. Nemendur verða einnig þjálfaðir í lesskilningi og ritun stuttra texta. Orðaforðinn verður æfður munnlega í kennslustundum og skriflega með verkefnum. Ýmis málnotkunar- og málfræðiatriði verða tekin fyrir í samhengi við orðaforðann og umræðuefnin, m.a. nútíð og fallbeyging.

Hæfniviðmið:
Nemendur geti skilið algeng orð og einfaldar setningar, t.d. um daglegar athafnir, vinnu og frí þegar fólk talar hægt og skýrt.
Nemendur geti myndað einföld orðasambönd og setningar í mæltu máli, t.d. til að kynna sig, tala um veðrið og staði. Nemendur geti átt í fjölbreyttum samskiptum vegna þjónustu.
Nemendur geti lesið og skilið einfaldar setningar, m.a. um allt framangreint.
Nemendur geti skrifað stutta og einfalda texta.
Nemendur læri sjálfstæð vinnubrögð til að halda tungumálanámi sínu áfram þegar námskeiði lýkur.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lítinn grunn í íslensku.
Vinsamlegast athugið: Forkröfur eru á námskeiðið. Þátttakendur þurfa að hafa lokið námskeiðinu Íslenskugrunnur 1, Íslenska 1 í tungumálaskólum eða færni sem samsvarar A1 innan Evrópska tungumálarammans.

Aðrar upplýsingar:
Námskeiðið er kennt í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ en nemendur HÍ greiða ekki gjald fyrir þátttöku og er þeim bent á að skrá sig í gegnum Uglu.

Námsmatið er blanda af símati og munnlegu lokaprófi. Símatið felst í verkefnum, endurgjöf og mætingu.

Sjá kennsluskrá hér.

Course description
The course is aimed at students with limited proficiency in Icelandic. Further information about prerequisites can be found here below. In the course, students are first and foremost trained in oral communication and the comprehension of spoken language. Simple phrases needed for common situations in everyday life are practiced and students work on listening assignments inside and outside the classroom. Pronunciation is systematically practiced, e.g., intonation and sound clusters. Students are also trained in reading comprehension and the writing of short texts. Vocabulary is practiced orally in the classroom and through written assignments. Language usage and grammar, such as the present tense of verbs and noun declension, are introduced through vocabulary and the topics that are discussed.

The course is taught in Icelandic.

Learning Outcomes:
Students are able to understand common words and simple sentences, about e.g. daily activities, work and holidays, in slow and clear speech when people are willing to repeat.
Students are able to use simple phrases and sentences, e.g. to introduce themselves, speak about the weather and places of interest. Students are able to interact in various service-related situations.
Students are able to read and understand simple sentences, about e.g. all of the aforementioned topics.
Students are able to write short and simple texts.
Students learn methods to facilitate independent study of the language after the course has come to an end
The learning outcomes are based on The Common European Framework of Reference for Languages.

Who should attend:
This course is intended for students with some basic knowledge in Icelandic.
Prerequisite are to have finished the course Basic Icelandic 1, beginners classes in Icelandic at linguistic schools or CEFR level A1.

To find out which level is suitable, those interested could take a look at Íslenska fyrir alla. before registering. The number (1–2) of the book that best suits your level of Icelandic, approximately corresponds to the same course level, i.e. Basic Icelandic 1 and 2.

Other information:
This course is tought in cooperation between the Continuing Education of Iceland and the faculty of Icelandic and Comparative Cultural studies, students of the University of Iceland do not pay a participation fee and should sign up trough Ugla,

Assesment is continuous trought the course and is based on assignments, feedback and attendance. Final exam is oral.

See the course catalogue here.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Íslenskugrunnur 2

Verð
75000

<span class="fm-plan">Information in English can be found below under course description.</span>