

Valmynd
Þri. og fim. 8. jan. - 15. feb. kl. 16:40 - 18:10 (12x)
Kennari: Mariola Fiema og Katarzyna Rabeda.
Umsjón: Eyjólfur Már Sigurðsson
Háskóli Íslands, Veröld - Hús Vigdísar.
Upplýsingar um kennslustofu verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ
Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku og hafa lokið Pólska fyrir byrjendur I og Pólska fyrir byrjendur II eða hafa sambærilega þekkingu á pólsku máli.
Unnið verður með alla færniþætti (talmál, lestur, hlustun og ritun) en þó verður sérstök áhersla á talmál og farið verður yfir mikilvæg málfræðiatriði.
Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:40 – 18:10 á tímabilinu 8. janúar til 15. febrúar.
Nemendum stendur einnig til boða að taka þátt í aukatíma þar sem sérstök áhersla verður lögð á framburðarþjálfun. Aukatímarnir verða á miðvikudögum kl. 17:30 – 18:10 í stofu (VHV-231).
Hæfniviðmið:
Þetta námskeið er framhald námskeiðsins POL103G Pólska fyrir byrjendur II og á þessu námskeiði munu nemendur:
• Halda áfram að auka hæfni sína í öllum færniþáttum með sérstaka áherslu á talmál
• Auka orðaforða sinn og málfræðikunnáttu.
• Læra að tjá sig um einföld málefni svo sem: uppruna, fjölskyldu, nám og vinnu, smekk, og lýsingar á hlutum og fólki (A2 skv. Evrópurammanum)
Námskeiðið er kennt á ensku.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ en nemendur HÍ greiða ekki gjald fyrir þátttöku og er bent á að skrá sig í gegnum Uglu.
Sjá kennsluskrá hér.
Þátttakendum er bent á að hægt er að kaupa vinnubók námskeiðsins hjá Bóksölu stúdenta, Polski krok po kroku. Level 1, sjá hér.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku og hafa lokið Pólska fyrir byrjendur I og Pólska fyrir byrjendur II eða hafa sambærilega þekkingu á pólsku máli.</span>