Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Hindí fyrir byrjendur II

Skráning til og með 22. desember Verð 59.000 kr.

Þri. og fim. 11. jan. - 17. feb. kl. 16:40 - 18:10 (12x)

18 klst.

Upplýsingar um kennara verða birtar hér um leið og þær liggja fyrir.

Háskóli Íslands, Veröld - Hús Vigdísar.
Upplýsingar um kennslustofu verður birt um leið og hún liggur fyrir.

Námskeið

Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ

Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa lokið Hindí fyrir byrjendur I eða hafa sambærilega forkunnáttu og vilja ná grunnfærni (A1) í að tala, rita, lesa og skilja hindí.

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn á þriðjudögum og fimmtudögum á tímabilinu 11. janúar til 17. febrúar kl. 16:40 – 18:10 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Hæfniviðmið:
Í lok þessa námskeiðs hafa nemendur:
- náð góðum tökum á devanagari letrinu, hljóðfræði og framburði í hindí.
- góðan grunn í málfræði og orðmyndun hindí.
- náð tökum á algengum orðaforða sem nýtist þeim í einföldum samræðum og geta tjáð sig um einföld málefni svo sem sjálfa sig, fjölskyldu, verslun, tímatal fjölskyldutengsl, liti, tölur o.s.frv.

Nemendur geta:
- skilið einfaldar samræður og leiðbeiningar á hindí.
- lesið stutta texta um kunnugleg efni og ritað einfalda texta á hindí.

Námskeiðið er kennt í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ en nemendur HÍ greiða ekki gjald fyrir þátttöku og er þeim bent á að skrá sig í gegnum Uglu.

Sjá kennsluskrá hér.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendum er bent á að hægt er að kaupa vinnubók námskeiðsins hjá Bóksölu stúdenta, Complete Hindi Beginner to Intermediate Course: (Book and audio support) eftir Simon Weightman og Rupert Snell.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hindí fyrir byrjendur II

Verð
59000

<span class="fm-plan">&THORN;etta n&aacute;mskei&eth; er &aelig;tla&eth; &thorn;eim sem hafa loki&eth; Hind&iacute; fyrir byrjendur I e&eth;a hafa samb&aelig;rilega forkunn&aacute;ttu og vilja n&aacute; grunnf&aelig;rni (A1) &iacute; a&eth; tala, rita, lesa og skilja hind&iacute;.</span>