Valmynd
Fim. 11. og fös. 12. ágúst kl. 9:00 - 16:00
Fagleg umsjón: Sigurrós Eiðsdóttir; samtokmodurmalskennara@gmail.com
Kennarar: Eiríkur Rögnvaldsson, Björg Árnadóttir, Guðbjörg Rut Þórisdóttir og Katrín Ósk Þráinsdóttir
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Í samstarfi við Samtök móðurmálskennara
Námskeiðinu er ætlað að kynna fyrir kennurum helstu strauma og stefnur í þróun og breytingum á tungumálinu, eins og kynhlutleysi málsins, beygingar og áhrif enskunnar á tjáningu þar sem fyrirlesarar tengja þær við ritunarkennslu. Einnig verða umræður meðal kennara um leiðsögn kennara í ritunarkennslu vegna þróunar málsins.
Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, kynningum og umræðum. Áhersla verður á hagnýti námskeiðsins svo að kennarar eflist í ritunarkennslu og leiðsagnarkennslu.
Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 40.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Námskeiðinu er ætlað að kynna fyrir kennurum helstu strauma og stefnur í þróun og breytingum á tungumálinu, eins og kynhlutleysi málsins, beygingar og áhrif enskunnar á tjáningu þar sem fyrirlesarar tengja þær við ritunarkennslu. Einnig verða umræður meðal kennara um leiðsögn kennara í ritunarkennslu vegna þróunar málsins. </span>