Staðnámskeið

Ígrundun og þróun eigin kennsluhátta

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 4. ágúst Gjaldfrjálst
Nýtt

Fim. 11. og fös. 12. ágúst kl. 10:00 - 17:00

14 klst.

Fagleg umsjón: Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, byrnhildurannar@gmail.com.
Kennarar: Angela Gallagher-Brett, University of London og Larisa Kasumagic-Kafedzic, University of Sarajevo.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við STÍL - Samtök tungumálakennara á Íslandi

Á námskeiðinu ígrunda þátttakendur eigin kennsluhætti. Þeir munu m.a. ræða og skipuleggja ör-rannsókn í hópum, sem þeir geta prófað á vettvangi og ef þeir óska, fengið tækifæri til að kynna afraksturinn fyrir öðrum. Það er ósk skipuleggjenda að þátttakendur snúi aftur til starfa, að loknu námskeiði, fullir öryggis, ánægju og nægilega sterkrar faglegrar sjálfsvitundar til að takast á við nýjar áskoranir.

Í ljósi nýrra áskorana kennara – ekki hvað síst á tímum Covid og með sívaxandi fjar- og vendikennslu, telja aðstandendur námskeiðsins sérlega brýnt að bjóða starfandi kennurum aðgengi að gagnlegum tólum og tækjum til að takast á við nýjar áskoranir. Vaxandi þörf er meðal tungumálakennara að læra meira um hvernig þeir geta þróað starfshætti sína á vettvangi í samvinnu við nemendur og aðra kennara.

Námskeiðið er skipulagt sem endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi tungumálakennara á framhaldsskólastigi. Dagskrá þess verður borin uppi af gestafyrirlesurum frá ECML í Graz, Austurríki, sérfræðingum á sviði starfendarannsókna, hugtökum þeim tengdum og aðferðafræði. Á vegum Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz hafa verið þróaðir ferlar og hagnýt hjálpargögn, sem kynnt verða í viðfangsefnum námskeiðsins.

Dagskrá námskeiðsins er fjölþætt en byggir á innleggi sérfræðinga og ígrundun og virkri þátttöku þátttakenda.

Tilgangur námskeiðsins er því að skapa tengsl milli kennara í ólíkum fögum, í mismunandi skólum, til að deila reynslu og þekkingu. Viðfangsefni námskeiðsins veita þátttakendum tækifæri til að setja fingur á þau atriði í eigin starfi sem þeir sjálfir telja rannsóknar eða þróunar virði. Það gera þeir einir sér eða í samvinnu við aðra og eiga jafnframt kost á að fá endurgjöf og stuðning frá kennurum námskeiðsins.

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 40.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Aðrar upplýsingar

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ígrundun og þróun eigin kennsluhátta

Verð
0

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu &iacute;grunda &thorn;&aacute;tttakendur eigin kennsluh&aelig;tti.&nbsp;&THORN;eir munu m.a. r&aelig;&eth;a og skipuleggja &ouml;r-ranns&oacute;kn &iacute; h&oacute;pum, sem &thorn;eir geta pr&oacute;fa&eth; &aacute; vettvangi og ef &thorn;eir &oacute;ska, fengi&eth; t&aelig;kif&aelig;ri til a&eth; kynna afraksturinn fyrir &ouml;&eth;rum. &THORN;a&eth; er &oacute;sk skipuleggjenda a&eth; &thorn;&aacute;tttakendur sn&uacute;i aftur til starfa, a&eth; loknu n&aacute;mskei&eth;i, fullir &ouml;ryggis, &aacute;n&aelig;gju og n&aelig;gilega sterkrar&nbsp;faglegrar sj&aacute;lfsvitundar til a&eth; takast &aacute; vi&eth; n&yacute;jar &aacute;skoranir.</span>