Staðnámskeið

Lesblinda (Dyslexia) og talnablinda (Dyscalculia)

Fyrir framhaldsskólakennara
Gjaldfrjálst
Í gangi

Þri. 7. og mið. 8. júní kl. 9:00 - 16:00

14 klst.

Fagleg umsjón: Sigrún Fanney Sigmarsdóttir.sigfanney@vma.is.
Kennarar: Þórdís Helga Ólafsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla, Ásthildur B. Snorradóttir, talmeinafræðingur, Hilmar Friðjónsson, stærðfræðikennari í VMA og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, stærðfræðikennari í VMA

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Haldið í samstarfi við Félag starfsbrautakennara í framhaldsskólum

Á námskeiðinu eflast starfsbrautakennarar í starfi sínu með því að fræðast um lesblindu og talnablindu sem og fjölbreyttar námsleiðir í stærðfræði. Fjallað er um hvað hægt sé að gera til að aðstoða nemendur með lesblindu og/eða talnablindu í daglega lífinu og farið yfir nýjustu upplýsingar um lesblindu og talnablindu. Jafnframt fá kennarar í hendurnar hagnýt ráð, tæki og tól sem virka vel fyrir nemendur sem glíma við lesblindu og/eða talnablindu.

Á starfsbrautum er fjölbreyttur hópur nemenda sem margir hverjir glíma við les- eða talnablindu. Til að koma sem best til móts við þennan nemendahóp er nauðsynlegt fyrir starfsbrautakennara að vera meðvitaðir um það hvernig best sé að kenna nemendum með les- eða talnablindu og fá fræðslu um þær nýjungar sem eiga sér stað varðandi tæki og tól sem gagnast lesblindum/talnablindum einstaklingum.

Fyrri dagurinn:
Fyrirlestur um Logos, stöðumat, hraðlestrarnámskeið og hjálpartæki fyrir nemendur með dyslexíu frá Þórdísi Helgu Ólafsdóttur, kennara í Borgarholtsskóla.
Ásthildur Bjarney Snorradóttir, talmeinafræðingur verður með fyrirlestur um málþroska og leiðir til úrbóta.

Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er mikilvægt að þátttakendur komi með eigin tölvur og síma.

Seinni dagurinn:
Fyrir hádegi er fyrirlestur um fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði, frá Hilmari Friðjónssyni,stærðfræðikennara í VMA.
Eftir hádegi er fyrirlestur og kynning um talnablindu (Dyscalculia), frá Ragnheiði Gunnbjörnsdóttur, stærðfræðikennara í VMA.

Fyrir hverja

Fyrir kennara á starfsbrautum í framhaldsskólum, einnig aðra framhaldsskólakennara ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 40.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Aðrar upplýsingar

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Lesblinda (Dyslexia) og talnablinda (Dyscalculia)

Verð
0

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu eflast starfsbrautakennarar &iacute; starfi s&iacute;nu me&eth; &thorn;v&iacute; a&eth; fr&aelig;&eth;ast um lesblindu og talnablindu sem og fj&ouml;lbreyttar n&aacute;mslei&eth;ir &iacute; st&aelig;r&eth;fr&aelig;&eth;i. Fjalla&eth; er um hva&eth; h&aelig;gt s&eacute; a&eth; gera til a&eth; a&eth;sto&eth;a nemendur me&eth; lesblindu og/e&eth;a talnablindu &iacute; daglega l&iacute;finu og fari&eth; yfir n&yacute;justu uppl&yacute;singar um lesblindu og talnablindu. Jafnframt f&aacute; kennarar &iacute; hendurnar hagn&yacute;t r&aacute;&eth;, t&aelig;ki og t&oacute;l sem virka vel fyrir nemendur sem gl&iacute;ma vi&eth; lesblindu og/e&eth;a talnablindu.</span>