Staðnámskeið

Indversk menning og samfélag I

Verð 63.000 kr.
Aðeins 4 sæti laus
Í gangi

Þri. og fim. 30. ágúst - 6. okt. kl. 16:40 - 18:10 (12x)

18 klst.

Shilpa Kathri

Háskóli Íslands, Veröld - Hús Vigdísar.
Upplýsingar um kennslustofu verður birt um leið og hún liggur fyrir.

Námskeið

Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynnast helstu þáttum indverskrar menningar og samfélags.

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn á þriðjudögum og fimmtudögum á tímabilinu 30. ágúst til 6. október kl. 16:40 – 18:10

Hæfniviðmið:
Í lok þessa námskeiðs hafa nemendur:
- kynnt sér bæði náttúru- og stjórnarfar og þekkja helstu borgir og ferðamannastaði Indlands.
- aflað sér grunnþekkingar á sígildum bókmenntaverkum, indversku þjóðfélagi, tungumálum, trúarbrögðum, venjum, helgisiðum og hátíðarhöldum.
- fengið innsýn í indverska dansa, tónlistarstefnur, málara- og byggingalist.
- aflað sér grundvallarþekkingar á indverskum stjórnmálum, helstu hugsuðum, heimspekingum, umbótasinnum og öðrum þekktum einstaklingum á Indlandi í dag.
- öðlast skilning á Indlandi í dag og stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu.

Kynningarmyndband frá kennara varðandi námskeiðið má finna hér.

Námskeiðið er kennt í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ en nemendur HÍ greiða ekki gjald fyrir þátttöku og er þeim bent á að skrá sig í gegnum Uglu.

Sjá kennsluskrá hér.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið er kennt á ensku.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Indversk menning og samfélag I

Verð
63000

<span class="fm-plan">&THORN;etta n&aacute;mskei&eth; er &aelig;tla&eth; &thorn;eim sem vilja kynnast helstu &thorn;&aacute;ttum indverskrar menningar og samf&eacute;lags.</span>