Staðnámskeið

Munnleg færni í kennslu spænsku

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 8. ágúst Gjaldfrjálst
Aðeins 7 sæti laus
Nýtt

Mið. 9. og fim. 10. ágúst kl. 10:00 - 15:00

10 klst.

Fagleg umsjón: Ragnheiður Kristinsdóttir
Kennari: María Luisa Veuthey- Martínez

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag spænskukennara á Íslandi

Á þessu námskeiði munum við greina hvernig við getum nálgast munnlega færni í ELE-kennslu og við munum fást við mikilvægar hliðar allra færniþáttanna sem koma að munnlegri tjáningu: skilning, framkvæmd og munnleg samskipti.

Þar sem allflest samskipti okkar við annað fólk í okkar umhverfi fara munnlega fram er óhætt að segja að munnleg færni og tjáning sé lykillinn að því að hafa vald á tungumáli. Þar sem það er mannfólki eðlislægt að eiga í félagslegum samskiptum við aðra er það almenn tilhneiging að hefja tungumálanám með sérstaka áherslu á munnlega færni og munnleg samskipti. Munnleg færni ætti því að skipa veglegan sess í kennslu og námi erlendra tungumála.

Hins vegar, þrátt fyrir almennan áhuga á munnlegri tjáningu, hafa margir kennarar staðið frammi fyrir krefjandi aðstæðum þegar kemur að því að fá nemendur til að tjá sig munnlega. Ástæður þessarar mótstöðu geta verið margs konar, vitsmunalegar og tilfinningalegar. En það eru tvær ástæður sem eru grundvallarástæður þess: áhugaleysi nemenda og hræðsla við að gera villur og, þar af leiðandi, líta illa út fyrir framan samnemendur.

Á þessu námskeiði munum við greina hvernig við getum nálgast munnlega færni í ELE-kennslu (ELE=spænska sem erlent mál) og við munum fást við mikilvægar hliðar allra færniþáttanna sem koma að munnlegri tjáningu: skilning, framkvæmd og munnleg samskipti. Við munum fjalla um eftirfarandi þemu:

Mótstöðuna við að tala í ELE-kennskustund: ástæður og athafnir til að draga úr mótstöðunni.
Helstu vandamál við skilning í tjáningu og munnlegum samskiptum á erlendu tungumáli: aðferðir til að leysa úr þeim vandræðum.
Mikilvægi framburðar, hrynjandi og flæði, jafnt þegar kemur að skilningi og tjáningu og nauðsyn þess að æfa það sérstaklega í ELE-kennslu.
Hlutverk annarar tjáningar (svipbrigði, handahreyfingar) í bland við þá munnlegu og áhrif hennar á færni í munnlegri tjáningu.
Greining og val á orðfæri og málfari við hæfi í munnlegri tjáningu við ólíkar aðstæður.
Við munum vinna með aðferðarfræði sem er bæði fræðileg og praktísk þar sem kennarar á námskeiðinu taka virkan þátt með ígrundun, skipulagi, rökræðum og deila reynslusögum ásamt því að ræða mögulega framkvæmd á verkefnum.

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara í spænsku og spænskukennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir. Kennt er á spænsku.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 42.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Nánar um kennara

María Luisa Veuthey-Martínez, kennari við UNED-háskólann á Spáni.
Hún hefur um áraraðir kennt spænsku sem erlent mál sem og þjálfað tilvonandi kennara í spænsku sem erlent mál. Hún hefur starfað bæði í heimalandi sínu sem og erlendis við háskólakennslu og stundað fjölbreyttar rannsóknir sem snúa að kennslu spænsku sem annað/erlent tungumál.

Aðrar upplýsingar

Leiðbeiningar vegna sumarnámskeiða og upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna á heimasíðu RANNÍS: HÉR

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Munnleg færni í kennslu spænsku

Verð
0

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i munum vi&eth; greina hvernig vi&eth; getum n&aacute;lgast munnlega f&aelig;rni &iacute; ELE-kennslu og vi&eth; munum f&aacute;st vi&eth; mikilv&aelig;gar hli&eth;ar allra f&aelig;rni&thorn;&aacute;ttanna sem koma a&eth; munnlegri tj&aacute;ningu: skilning, framkv&aelig;md og munnleg samskipti.</span>