Staðnámskeið

Stafræn framsetning á verklegri kennslu

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 2. ágúst Gjaldfrjálst
Nýtt

Mið. 9., fim. 10. og fös. 11. ágúst kl. 9:00 - 16:00

21 klst.

Fagleg umsjón: Svanlaug Aðalsteinsdóttir
Kennari: Katrín Sif Jónsdóttir

Ison heildverslun, Vesturvör 30b, Kópavogur

Námskeið

Í samstarfi við Félag hársnyrtikennara

Markmið er að efla og auka þekkingu fagkennara á nýjustu straumum og stefnum í hártískunni og að þeir tileinki sér notkun á tækjum og tólum sem eru ný á markaðnum til að geta miðlað þeim nýjungum til nemenda sem eru í námi þessa dagana.

Þeir kennarar sem sækja þetta námskeið eru einnig kennaramenntaðir frá Pivot Point alþjóðar kennslukerfinu og hafa farið á námskeið hjá þeim undanfarin ár. Okkur er mikilvægt að uppfæra þá fagkennara sem að kennslu koma á víðara sviði en bara í Pivot Point kerfinu og þar með að þeir bæti við þekkingu sína á öllum sviðum. Þess vegna hefur félagið reynt að leita til annara fagaðila milli þess sem að félagið heldur námskeið á vegum Pivot Point og nú hefur verið ákveðið að leita til kennara á Íslandi. Við lifum á tímum þar sem að öll markaðsetning fer fram á samfélagsmiðlum, fólk leitar allra helstu upplýsingar á samfélagsmiðlum. Er það því aukin krafa að kennara sem kenna í faginu séu vel að sér á fleiri sviðum en það sem snýr að hársnyrtingu. Langar okkur því að flétta saman aukna þekkingu á nýjustu straumum frá Kevin Murphy í klippingum og lit og hvernig helstu fagaðilar nota sér samfélagmiðla til að markaðsetja það sem þeir eru að gera. Einnig hvernig við getum miðla því til nemanda okkar sem eru á leiðinni út í fagið. Til þess höfum við fengið til að kenna okkur fagaðila sem er mjög áberandi á þessu sviða á Íslandi og er í samstarfi við heildverslunina Ison ehf.

Á námskeiðinu er fjallað um

Tískuklippingar og stílíseringu.
Litatækni og blöndur með Color.me by Kevin Murphy.
Samfélgsmiðla, hvað þarf að hafa í huga við notkun á þeim.

Ávinningur þinn

Kynnast nýjungum, halda í takt við tískuna.
Kynnast nýjum litum.
Sjá hvernig samfélagsmiðlar skipta máli í markaðssetningu fagmanna.

Fyrir hverja

Kennara í Félagi hársnyrtikennara.

Nánar um kennara

Katrin Sif eða Kata er einn af eigendum Sprey Hárstofu og er með meistararéttindi í hársnyrtiiðn. Hún er verktaki hjá Ison og key hjá KEVIN.MURPHY.
Kata vann Icelandic Hairdresser of the Year verðlaun á Nordic Hairawards 2019 og hefur tekið þátt í tískuvikum í Prag, París, Eistlandi og Danmörku. Hún hefur unnið að mörgum verkefnum fyrir erlend tímarit og auglýsingar og er með netverslunina YOUDOYOU.IS sem selur hárskraut, einfaldlega elskar allt sem kemur að hári og tísku.

Aðrar upplýsingar

Leiðbeiningar vegna sumarnámskeiða og upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna á heimasíðu RANNÍS: HÉR

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stafræn framsetning á verklegri kennslu

Verð
0

<span class="fm-plan">Markmi&eth; er a&eth; efla og auka &thorn;ekkingu fagkennara &aacute; n&yacute;justu straumum og stefnum &iacute; h&aacute;rt&iacute;skunni og a&eth; &thorn;eir tileinki s&eacute;r notkun &aacute; t&aelig;kjum og t&oacute;lum sem eru n&yacute; &aacute; marka&eth;num til a&eth; geta mi&eth;la&eth; &thorn;eim n&yacute;jungum til nemenda sem eru &iacute; n&aacute;mi &thorn;essa dagana.</span>