Staðnámskeið

Kærleikur og kynfræðsla – mótþrói og meðvirkni

Fyrir framhaldsskólakennara
Gjaldfrjálst

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Nýtt

Mán. 5. og þri. 6. júní kl. 9:00 - 16:00

16 klst.

Fagleg umsjón: Sigrún Fanney.
Kennarar: Eva Dögg Jafetsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Halldóra Björk Guðmundsdóttir, María Jónsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Sigrún Fanney, Thelma Rún van Erven, Valdimar Þór Svavarsson, Valgerður Dögg Öddudóttir og Þorsteinn V. Einarsson.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag starfsbrautakennara í framhaldsskólum

Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara á starfs- og sérnámsbrautum framhaldsskóla. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um kynfræðslu og ýmis kynjafræðihugtök. Meðvirkni, af hverju er fólk meðvirkt, hvernig getur meðvirkni þróast og ýmsar birtingarmyndir hennar. Fjallað verður um viðbrögð við alvarlegri og óæskilegri hegðun. Stjórn FSF segir fréttir af starfinu og einnig kemur fulltrúi frá MMR og segir frá þeirri vinnu sem í gangi er þar varðandi sérnáms- og starfsbrautir.

Fyrri daginn verður fjallað um kynjafræði og ýmsar kenningar í tengslum við hana víkkaðar út. Kynnt verður nýtt kynfræðsluefni og farið yfir hvernig nálgast má kennslu í kynfræðslu og samskipti fyrir mismunandi hópa.
Seinni dagurinn byrjar á því að skoða hvernig fagfólk getur mætt mótþróa og ofbeldi. Fulltrúi frá MMR mætir og kynnir nýja vinnu sem farin er af stað varðandi fatlaða nemendur í framhaldsskólum og mun stjórn FSF einnig koma með fréttir af starfinu. Umfjöllunarefni í lok síðari dags er meðvirkni en þá er velt upp spurningum á borð við: Hvað er meðvirkni, hvernig birtist hún og þróast og getur hún haft skaðleg áhri?

Dagskrá:

Mánudagur 5. júní

9:00 - 12:00 - Kynjað sjónarhorn á forréttindi.
Áhersla á sjónarmiðskenningar, forréttindi, völd og karlmennskur.
Þorsteinn V. Einarsson frá Karlmennskunni, kennari og kynjafræðingur.
12:00 - 13:00 - Hádegismatur. 
13:00 - 13:45 - Kynlíf, klám og kærleikur.
Kynfræðsla sem val í framhaldsskólum.
Valgerður Dögg Oddudóttir - Jónsdóttir, heimspeki, - siðfræði og mannréttindakennari.
13:45 - 14:45 - Kynning á nýju kynfræðslunámsefni fyrir sérnámsbrautir.
María Jónsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir,Thelma Rún van Erven,
frá Ráðgjafar og greiningarstöð ríkisins.
14:45 - 15:00 - Kaffi
15:00 - 15:30 - Allt fyrir ástina - nýr áfangi á sérnámsbraut í FSU.
Eva Dögg Jafetsdóttir þroskaþjálfi í meistaranámi í kennslufræðum og
Halldóra Björk Guðmundsdóttir kennari með meistarréttindi í náttúruvísindum
og upplýsingatækni og í diplómanámi í sérkennslu og skóla margbreytileikans.
15:30 - 16:00 - “Jéss”, Ég, samskipti og samfélagið, kynning á áfanga í 
heilbrigðisfræði með áherslu á samskipti og kynfræðslu. 
Sigrún Fanney, kennari og þroskaþjálfi við sérnáms- og starfsbraut VMA.

Þriðjudagur 6. júní. 
9:00 - 10:30 -  Mótþróanum mætt með mildi.
Rósa Hrönn frá Tækniskólanum.
10:30 - 10:45 - Kaffi.
10:45 - 11:30 - Fréttir úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
11:30 - 12:00 - Fréttir frá FSF.
12:00 - 13:00 - Hádegismatur.
13:00 - 16:00 - Meðvirkni - orsök og afleiðingar í daglegu lífi.
Farið verður ítarlega í grunnþætti hegðunareinkenna og viðhorfa sem tengjast hugtakinu „meðvirkni“. Rætt verður um hvernig hún verður til, hvaða birtingamyndir hún hefur og hvaða áhrif hún getur haft. Námskeiðið er sérstaklega nytsamlegt fyrir starfsfólk sem sinnir umönnunarstörfum og/eða er í miklum samskiptum við annað fólk í sínu starfi.
Valdimar Svavarsson, frá Fyrsta skrefinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Kynjað sjónarhorn á forréttindi. Áhersla á sjónarmiðskenningar, forréttindi, völd og karlmennskur.
Kynlíf, klám og kærleikur. Kynfræðsla sem val í framhaldsskólum.
Kynning á nýju kynfræðslunámsefni fyrir sérnámsbrautir.
Kynning á mismunandi kynfræðsluáföngum í FSU og VMA.
Gagnlegar aðferðir til að taka á mótþróa hjá nemendum. „Mótþróanum mætt með mildi.“
Meðvirkni - orsök og afleiðingar í daglegu lífi. Farið verður ítarlega í grunnþætti hegðunareinkenna og viðhorfa sem tengjast hugtakinu „meðvirkni“. Rætt verður um hvernig hún verður til og hvaða birtingamyndir og áhrif hún getur haft.

Ávinningur þinn

Aukin færni til að takast á við erfið mál sem koma upp í vinnunni, bæði hvað varðar nemendur og einnig fyrir þig sem starfsmann.
Aukin valdefling í starfi með nemendum sem sýna erfiða hegðun.
Aukin þekking á kynfræðslu fyrir ungmenni.
Hvað þýða og merkja ýmis hugtök sem tengjast m.a. kynjafræði og hinsegin málefnum.
Að eiga auðveldara með að bregðast rétt við – vita hvert skal leita og hvernig skal tryggja þá þjónustu sem nemandinn þarf.

Fyrir hverja

Fyrir kennara á starfsbrautum í framhaldsskólum, einnig aðra framhaldsskólakennara ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 42.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Nánar um kennara

Eva Dögg Jafetsdóttir þroskaþjálfi í meistarnámi í kennslufræði og Halldóra Björk Guðmundsdóttir, kennari með meistararéttindi í náttúrufræði og upplýsingatækni í diplómanámi í sérkennslu og skóla margbreytileikans, við starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Guðrún Þorsteinsdóttir, María Jónsdóttir og Thelma Rún van Erven, sérfræðingar frá Ráðgjafar - og greiningarstöð ríkisins.

Rósa Hrönn Árnadóttir þroskaþjálfi og brautarstjóri starfsbrauta Tækniskólans í Reykjavík. Rósa Hrönn hefur m.a sérhæft sig varðandi nemendur sem sýna ofbeldi sem tjáningu og er einn helsti sérfræðingur innan okkar raða varðandi vinnu og skipulagningu er kemur að þeim málum.

Sigrún Fanney kennari á starfs- og sérnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Hún hefur langa reynslu af kennslu í kynfræðslu, heilbrigðisfræði og samskiptum og hefur m.a. sérhæft sig í þeim málum.

Valdimar Þór Svavarsson starfar sem ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafaþjónustu. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf og sérfræðimenntun í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Valdimar hefur víðtæka reynslu af úrvinnslu í tengslum við meðvirkni.

Valgerður Dögg Oddudóttir – Jónsdóttir heimspeki, siðfræði og mannréttindakennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Vala hefur kennt kynfræðsluáfanga á starfsbraut og upp frá því þróaði hún valáfanga í kynfræðslu.

Þorsteinn V. Einarsson er kennari og kynjafræðingur og stofnandi Karlmennskunnar. Hann skilgreinir sjálfan sig sem femíniskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. Markmið Karlmennskunnar er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæða karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.

Aðrar upplýsingar

Leiðbeiningar vegna sumarnámskeiða og upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna á heimasíðu RANNÍS: HÉR
https://www.rannis.is/sjodir/menntun/sef/styrkir-vegna-sumarnamskeida/

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Kærleikur og kynfræðsla – mótþrói og meðvirkni

Verð
0

<span class="fm-plan">Endurmenntunarn&aacute;mskei&eth; fyrir kennara &aacute; starfs- og s&eacute;rn&aacute;msbrautum framhaldssk&oacute;la. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur m.a. fjalla&eth; um kynfr&aelig;&eth;slu og &yacute;mis kynjafr&aelig;&eth;ihugt&ouml;k. Me&eth;virkni, af hverju er f&oacute;lk me&eth;virkt, hvernig getur me&eth;virkni &thorn;r&oacute;ast og &yacute;msar birtingarmyndir hennar. Fjalla&eth; ver&eth;ur um vi&eth;br&ouml;g&eth; vi&eth; alvarlegri og &oacute;&aelig;skilegri heg&eth;un. Stj&oacute;rn FSF segir fr&eacute;ttir af starfinu og einnig kemur fulltr&uacute;i fr&aacute; MMR og segir fr&aacute; &thorn;eirri vinnu sem &iacute; gangi er &thorn;ar var&eth;andi s&eacute;rn&aacute;ms- og starfsbrautir.</span>