Staðnámskeið

Borðspil í sögu- og félagsgreinakennslu

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 2. ágúst Gjaldfrjálst
Nýtt

Mið. 9. og fim. 10. ágúst kl. 9:00 - 16:00

14 klst.

Umsjón: Auður Þóra Björgúlfsdóttir, netfang: audurthb@kvenno.is.
Kennari: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag sögukennara

Viltu fá líf og fjör í kennslustofuna? Rífa nemendur úr símanum? Vekja umræður um efni áfangans og kenna nemendum að setja sig í spor annarra? Komdu og lærðu um bæði ný og sígild borðspil sem hægt er að nota í kennslu sögu og félagsgreina. Einnig munum við skoða tölvuleiki sem gætu nýst við kennslu. Hér skoðum við nýjar kennsluaðferðir, því spil eru ekki bara leikur.

Kynnt verða borðspil sem henta í sögu- og félagsgreinakennslu.
Þátttakendur fá möguleika til að prófa þau og ræða sín á milli um möguleika á notkun þeirra í kennslu. Eins á námskeiðið að skapa vettvang fyrir kennara til að hittast og ræða saman um reynslu sína af notkun spila og leikja í kennslu.
Markmiðið er að kynna fyrir kennurum borðspil og möguleikum á notkun þeirra í sögu- og félagsgreinakennslu. Kennarar munu fá tækifæri til að spila ólík borðspil undir leiðsögn Hilmars Kára Hallbjörnssonar og ræða sín á milli um möguleikana á notkun spilanna í kennslu þar sem þeir geta e.t.v. jafnframt deilt reynslu sinni af öðrum spilum. Hugmyndin er að kennarar fái með borðspilum fleiri tól til að glæða kennslu sína lífi og kynnist á námskeiðinu bæði nýjum og klassískum spilum. Kennarar eru sífellt á höttunum eftir tólum til að auka fjölbreytni í kennslu og námskeið sem þetta gæti ýtt undir notkun fjölbreyttari kennsluaðferða en félagslega er þetta námskeið líka eflaust gott til að efla tengslin milli kennara þar sem þeir munu fá tækifæri til að spila sum spilin sjálfir.

Á námskeiðinu er fjallað um

Borðspil sem kennsluaðferð í sögu og samfélagsgreinum.
Tölvuleiki og hvernig nemendur öðlast þekkingu í gegnum þá.

Ávinningur þinn

Lærir um borðspil sem nota má í kennslu.
Lærir reglur og hvernig á að spila nokkur valin spil.
Hvaða tölvuleikir hafa mótandi áhrif á söguþekkingu utan kennslustofunnar.
Lærir nýjar kennsluaðferðir sem vekja áhuga og umræður í kennslustofunni.

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 42.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Nánar um kennara

Hilmar Kári Hallbjörnsson, tölvunarfræðingur, vefforritari og framkvæmdastjóri Um að gera. Hilmar er forfallin áhugamaður um borðspil og heldur úti vefnum www.bordspil.is.

Aðrar upplýsingar

Leiðbeiningar vegna sumarnámskeiða og upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna á heimasíðu RANNÍS: HÉR

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Borðspil í sögu- og félagsgreinakennslu

Verð
0

<span class="fm-plan">Viltu f&aacute; l&iacute;f og fj&ouml;r &iacute; kennslustofuna? R&iacute;fa nemendur &uacute;r s&iacute;manum? Vekja umr&aelig;&eth;ur um efni &aacute;fangans og kenna nemendum a&eth; setja sig &iacute; spor annarra? Komdu og l&aelig;r&eth;u um b&aelig;&eth;i n&yacute; og s&iacute;gild bor&eth;spil sem h&aelig;gt er a&eth; nota &iacute; kennslu s&ouml;gu og f&eacute;lagsgreina. Einnig munum vi&eth; sko&eth;a t&ouml;lvuleiki sem g&aelig;tu n&yacute;st vi&eth; kennslu. H&eacute;r sko&eth;um vi&eth; n&yacute;jar kennslua&eth;fer&eth;ir, &thorn;v&iacute; spil eru ekki bara leikur.</span>