Staðnámskeið

Að vinna með skapandi skrif á starfsbrautum

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 4. ágúst Gjaldfrjálst
Nýtt

Mið. 9. og fim. 10. ágúst kl. 8:30 - 16:30

7 klst.

Fagleg umsjón: Sædís Ósk Harðardóttirv
Kennari: Guðmundur S. Brynjólfsson

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag íslenskra sérkennara

Hvað er það að skrifa? Hvað eru skrif? Eru skrif alltaf skrif? Eða kannski eitthvað allt annað? Geta þau verið meðal?

Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem lögð verður áhersla á að skapandi skrif geti átt margar birtingarmyndir - þar sem ekki koma alltaf til blað og penni (tölva og lyklaborð). Kennari á námskeiðinu er rithöfundur og auk þess fræðimaður á sviði bókmennta og - leiklistarfræða. Fræðslan mun fara fram með fyrirlestrum og verkefnum sem lúta að praktískum nálgunum.

Markmið með námskeiðinu er að auka fræðslu til sérkennara á starfsbrautum um möguleika skapandi skrifa til þess að efla og örva nemendur sem sækja nám á starfsbrautum. Það er mikilvægt að framhaldsskólakennarar verði sér sífellt úti um nýja þekkingu og aðferðir til þess að geta styrkt þann nemendahóp sem þeir eru að vinna með. Markmiðið er að fræða sérkennara og kennara á starfsbrautum um aðferðir til þess að nota skapandi skrif sem þjálfunaraðferð, bæði til gleði og lærdóms. Tjáning er eitthvað það dýrmætasta sem hver einstaklingur býr yfir. Það að efla tjáningarform og gefa innsýn í nýjar aðferðir til að tjá hug sinn er því mikilvægur þáttur í því að byggja upp fólk. Hér gefst því mjög gott tækifæri fyrir kennara til þess að öðlast nýja þekkingu sem getur eflt til muna þann hóp sem þessir kennarar starfa með.

Á námskeiðinu er fjallað um

Frelsið sem felst í því að skrifa.
Lausnina sem felst í því að skrifa.
Heilunina í því að skrifa.
Sigrana í ferlinu.

Ávinningur þinn

Innsýn í aðferðafræði rithöfundarins s.s. kveikjur.
Þekkingu á því sem er sálrænt græðandi við skrif.
Ný tól og tæki til að vinna með.

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 42.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Nánar um kennara

Guðmundur S. Brynjólfsson er rithöfundur með langa kennslureynslu á háskólastigi á sviði bókmennta- og leiklistarfræða. Þá hefur hann haldið námskeið í skapandi skrifum, t.d. fyrir eldri borgara, þar sem áhersla hefur verið á að skrifa endurminningar og námskeið þar sem smásagna- eða skáldsagnagerð hefur verið þemað. Guðmundur er einnig menntaður djákni og hefur samþætt bókmenntir og sálgæslu í störfum sínum á þeim vettvangi og hefur þess vegna kynnt sér ítarlega það sem kalla mætti á íslensku „Líknandi lestur“ – en þar er heilunareðli bókmennta, skrifa sem lesturs, grundvöllurinn.
Guðmundur er með MA-gráðu í Drama and Theatre Studies frá Royal Holloway, University of London. MA-gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og PhD-gráðu í sama fagi frá sama skóla.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa að hafa með tölvu/skriffæri til þess að glósa. Ekki er þörf á að undirbúa sig fyrir fyrsta tímann. Ekki er notast við kennslubók, aðeins fyrirlestra. Námskeiðið varir tvo daga og geta þátttakendur sent fyrirspurnir eða hugleiðingar til kennara eftir fyrri daginn kjósi þeir það.

Leiðbeiningar vegna sumarnámskeiða og upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna á heimasíðu RANNÍS: HÉR

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að vinna með skapandi skrif á starfsbrautum

Verð
0

<span class="fm-plan">Hva&eth; er &thorn;a&eth; a&eth; skrifa? Hva&eth; eru skrif? Eru skrif alltaf skrif? E&eth;a kannski eitthva&eth; allt anna&eth;? Geta &thorn;au veri&eth; me&eth;al?<br/></span>