Staðnámskeið

Ástin og listin að elska

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 6. ágúst Gjaldfrjálst
Aðeins 4 sæti laus
Nýtt

Mið. 14. ágúst kl. 09:00 - 12:00

3 klst.

Fagleg umsjón: Anna Jóna Guðmundsdóttir Kennari: Jóhann Valur Klausen

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Samtök sálfræði- og uppeldisfræðikennara

Mismunandi hugmyndir um ástina og áhrif ástarinnar á líðan og hegðun.

„As a society we are embarrassed by love. We treat it as if it were an obsenity. We reluctantly admit to it. Even saying the word makes us stumble and blush…
Love is the most important thing in our lives, a passion for which we would fight or die, and yet we‘re reluctant to linger over its names. Without a supple vocabulary, we can‘t even talk or think about it directly.“

- Diane Ackerman

Ástin er stór hluti af menningu okkar og við sjáum það bersýnilega í þeim aragrúa af kvikmyndum, bókmenntum, tónlist og listaverkum sem fjalla um mismunandi birtingarmyndir hennar. Hún er í raun allt um kring en samt sem áður hefur fræðileg umfjöllun og þá sérstaklega kennsla verið af skornum skammti.


Námskeiðið er að hluta byggt á áfanganum
Ástin og listin að elska sem hefur verið kenndur í Kvennaskólanum í Reykjavík um nokkurt skeið og ýmsar kenningar um ástina verða kynntar og ræddar.

Leiðarljós námskeiðsins er að þátttakendur kynnist mismunandi hugmyndum um ástina og hvernig sé hægt að fjalla um og kenna hugmyndir um ástina á fræðilegan hátt. Farið verður yfir hvað einkennir bæði þroskaða og óþroskaða ást, hver munurinn er á því að verða ástfangin og að vera ástfangin, hvað einkennir jákvæð og neikvæð samskipti, af hverju ástin misheppnast svona oft og hvernig hugtakið ást hefur breyst í gegnum tíðina.

Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu. Æfingar, dæmi og umræður.

Á námskeiðinu er fjallað um

Heimspekilegar og sálfræðilegar kenningar um ástina.
Hversu mikilvægur hluti ástin er í lífi okkar og hvaða hlutverki hún þjónar.
Hvað einkennir heilbrigð og óheilbrigð ástarsambönd.
Hvernig ástin getur haft áhrif á líðan og hegðun.

Ávinningur þinn

Að geta greint og rætt um mismunandi birtingarmyndir ástarinnar.
Aukin þekking varðandi helstu kenningar um ástina.
Að kynnast hvernig kennsla á fræðilegri umfjöllun um ástina hefur farið fram.
Geta borið kennsl á jákvæð og neikvæð einkenni ástarinnar.

Fyrir hverja

Fyrir kennara í heimspeki og sálfræði og öll þau sem hafa áhuga á að kynnast nýjum hugmyndum og kenningum um ástina.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 25.900 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Nánar um kennara

Jóhann Valur Klausen er með BA-gráðu í heimspeki og MA-gráðu í heimspekikennslu frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa stundað sálfræðinám í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Hann hefur kennt heimspeki og sálfræði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá árinu 2019.

Aðrar upplýsingar


Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ástin og listin að elska

Verð
0

<span class="fm-plan">Mismunandi hugmyndir um &aacute;stina og &aacute;hrif &aacute;starinnar &aacute; l&iacute;&eth;an og heg&eth;un.</span>