Staðnámskeið

Gervigreind og hlaðvarpsgerð í íslenskukennslu

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 8. ágúst Gjaldfrjálst
Nýtt

Fim. 10. og fös. 11. ágúst kl. 9:00 - 16:00

14 klst.

Fagleg umsjón: Sigurrós Eiðsdóttir; samtokmodurmalskennara@gmail.com
Kennarar: Geir Finnsson, Guðný Ósk Laxdal, Tryggvi Thayer, Helgi Reyr Guðmundsson o.fl. Nánar tilkynnt síðar.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag íslenskukennara

Á námskeiðinu munum við staldra við og taka stöðuna á íslenskukennslu í ljósi tækniframfara. Þróun á sviði gervigreindar og tilkomu forrita á borð við ChatGPT fylgja bæði áskoranir og tækifæri sem verða rædd á námskeiðinu í tengslum við íslenskukennslu. Einnig verður fjallað um hlaðvörp sem eru sífellt vinsælli tjáningar- og fræðslumáti og þau sett í samhengi við skólastarf. Lögð verður áhersla á virkni á námskeiðinu.

Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Á fyrri deginum er fjallað um gervigreind og framtíð menntunar, farið er yfir möguleika og áskoranir sem fylgja gervigreindarforritum á borð við ChatGPT og kennarar fá að spreyta sig sjálfir á því að nota gervigreind.

Á seinni deginum er fjallað um hvernig hlaðvörp geta verið gagnleg nemendum í námi og kennurum til endurmenntunar. Einnig er farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar hlaðvarpsverkefni er lagt fyrir nemendur. Að því loknu fá kennarar fræðslu um hlaðvarpsgerð og prófa sig áfram í að leysa hlaðvarpsverkefni.

Á námskeiðinu er fjallað um

Gervigreind og gervigreindarforrit.
Kosti við gervigreind - hvernig hægt er að nýta hana í skólastarfi.
Áskoranir við gervigreind - hvað ber að varast.
Hlaðvörp: Tjáningar- og fræðslumáti í skólastarfi.
Hlaðvarpsgerð og hlaðvarpsverkefni fyrir nemendur.

Ávinningur þinn

Betri skilningur á gervigreind og gervigreindarforritum
Aukin innsýn í kosti og galla gervigreindar og hvernig hægt er að nýta hana í skólastarfi.
Aukin þekking á notkunarmöguleikum hlaðvarps í skólastarfi.
Aukin reynsla af hlaðvarpsgerð.

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 42.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Nánar um kennara

Tryggvi Thayer er doktor í samanburðarmenntunarfræðum frá Háskólanum í Minnesota og hefur stundað rannsóknir á mögulegum framtíðum menntunar með tilliti til tækni- og samfélagsþróunar. Tryggvi hefur starfað við Menntavísindasvið HÍ í um 10 ár og hefur sinnt margvíslegum verkefnum tengdum starfsþróun kennara, skólaþróun, nýsköpun í skólastarfi og fleira. Hann hefur kennt námskeið á sviði upplýsingatækni í starfsþróun og skólastarfi, nýsköpun í skólastarfi og framtíðafræði í menntarannsóknum bæði sem umsjónarkennari og aðstoðarkennari.

Helgi Reyr Guðmundsson er starfandi grunnskólakennari á unglingastigi í Laugalækjarskóla og starfaði þar áður í unglingadeild Norðlingaskóla. Hann útskrifaðist árið 2019 frá University of Toronto - Ontario Institute for Studies in Education með meistaragráðu í námskrár- og kennslufræðum þar sem hann skoðaði sérstaklega menntun til hnattrænnar borgaravitundar (Global Citizenship Education). Í kennslu sinni hefur Helgi Reyr fléttað saman sköpun og notkun stafrænnar tækni og lagt áherslu á að nemendur fái frelsi til að vera skapandi, hafi fjölbreyttar leiðir til að tjá það sem þau hafa lært og noti sína styrkleika.

Aðrar upplýsingar

Leiðbeiningar vegna sumarnámskeiða og upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna á heimasíðu RANNÍS: HÉR

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gervigreind og hlaðvarpsgerð í íslenskukennslu

Verð
0

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu munum vi&eth; staldra vi&eth; og taka st&ouml;&eth;una &aacute; &iacute;slenskukennslu &iacute; lj&oacute;si t&aelig;kniframfara. &THORN;r&oacute;un &aacute; svi&eth;i gervigreindar og tilkomu forrita &aacute; bor&eth; vi&eth; ChatGPT fylgja b&aelig;&eth;i &aacute;skoranir og t&aelig;kif&aelig;ri sem ver&eth;a r&aelig;dd &aacute; n&aacute;mskei&eth;inu &iacute; tengslum vi&eth; &iacute;slenskukennslu. Einnig ver&eth;ur fjalla&eth; um hla&eth;v&ouml;rp sem eru s&iacute;fellt vins&aelig;lli tj&aacute;ningar- og fr&aelig;&eth;slum&aacute;ti og &thorn;au sett &iacute; samhengi vi&eth; sk&oacute;lastarf. L&ouml;g&eth; ver&eth;ur &aacute;hersla &aacute; virkni &aacute; n&aacute;mskei&eth;inu.</span>