

Valmynd
Mán. 4. og 11. mars kl. 19:30 - 21:30
Jónas Guðmundsson, gönguleiðsögumaður og ferðamálafræðingur
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Dreymir þig um að ganga eitthvað næsta sumar og veist ekki hvert skal halda? Á þessu námskeiði verður fjallað um skemmri og lengri gönguleiðir í flestum landshlutum í máli og myndum – sagt frá náttúru, sögu og fróðleik er þeim tengist og þannig vakinn upp gönguhugur hjá þátttakendum fyrir komandi sumar.
Á námskeiðinu verður fjallað um fjölbreyttar gönguferðir; dagsferðir, gönguleiðir sem taka hluta úr degi og nokkura daga leiðir. Farið verður yfir vegalengdir, landslag og þá reynslu sem þarf til að ganga leiðirnar. Tæpt verður á helsta búnaði sem þarf til skemmri og lengri gönguferða.
Í yfirferð hverrar gönguleiðar verður farið yfir landslag og náttúru, jarðfræði, söguna þegar það á við en um leið hvað það er helst á hverri gönguleið sem vekur upp gönguhug okkar og þær perlur sem leynast í náttúrunni. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera mun fróðari um fjölfarnari og fáfarnari gönguleiðir sem fjallað er um og geta þannig nýtt námskeiðið til að velja hvert skal ganga næsta eða næstu sumur. Námskeiðið hentar líka afar vel þeim sem ætla sér ekki að ganga leiðirnar heldur vilja fræðast um landslag og náttúru landsins.
Styttri og lengri gönguleiðir í flestum landshlutum.
Náttúru og sögu fáfarinna og fjölfarinna gönguleiða.
Helsta búnað sem þarf til gönguferða að vor-, sumar- og haustlagi.
Þú verður mun fróðari um ýmsar styttri og lengri gönguleiðir.
Þú færð í hendur fróðleik sem hjálpar þér að velja gönguleið eða -leiðir.
Þú styrkir þekkingu þína á þeim búnaði sem þarf til gönguferða.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem áhuga hafa á styttri og lengri gönguleiðum en ekki síður þeim sem einungis vilja fara í skemmtilegt og fróðlegt ferðalag nokkur kvöld í skólastofu í Vesturbæ Reykjavíkur.
Jónas Guðmundsson er gönguleiðsögumaður og ferðamálafræðingur. Hann hefur leiðsagt víða um land og starfað við skála- og landvörslu. Hann hefur um árabil skrifað allnokkuð um gönguleiðir og er höfundur bókarinnar Gönguleiðir á hálendinu sem kom út hjá Sölku 2021. Sú bók var á metsölulista í sínum flokki stærsta hluta sumarsins.
Þátttakendur þurfa ekki að taka neitt sérstakt með sér en gott að hafa með sér glósubók/forrit til að punkta niður þau atriði sem koma upp þegar fjallað er um hverja gönguleið.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Dreymir þig um að ganga eitthvað næsta sumar og veist ekki hvert skal halda? Á þessu námskeiði verður fjallað um skemmri og lengri gönguleiðir í flestum landshlutum í máli og myndum – sagt frá náttúru, sögu og fróðleik er þeim tengist og þannig vakinn upp gönguhugur hjá þátttakendum fyrir komandi sumar.</span>