Staðnámskeið

Gönguleiðir á Reykjanesi

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 10. september
Almennt verð 23.000 kr. 20.900 kr.
Nýtt

Þri. 20. og 27. sept. kl. 19:30 - 21:30

4 klst.

Jónas Guðmundsson, gönguleiðsögumaður og ferðamálafræðingur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Reykjanesið er lítt kannaður gullmoli fyrir áhugafólk um gönguferðir og náttúru. Á þessu námskeiði ætlum við að fara í ferðalag í kennslustofunni um nokkrar þekktar og óþekktar gönguleiðir á svæðinu. Á ferðalaginu heyrir þú ekki bara af gönguleiðunum heldur líka náttúru, sögu, jarðfræði og öðru áhugaverðu.

Nýlegt eldgos á Reykjanesi opnaði augu margra fyrir því hversu aðgengilegt svæðið er. Á þessu námskeiði bjóðum við í gönguferðalag og hvort þú hefur hug á að ganga um svæðið eða bara ferðast um það í huganum hentar námskeiðið þér. Námskeiðið er að hluta byggt á bókinni Gönguleiðir á Reykjanesi sem kemur út hjá Sölku, bókaútgáfu núna á vordögum en er dýpkað töluvert.

Á námskeiðinu færðu upplýsingar um þekktar og minna þekktar gönguleiðir á svæðinu, allt frá Soginu sem oft er kallað
litlu Landmannalaugar að ýmsum þjóðleiðum sem hafa verið nýttar um aldir. Námsefnið er skreytt nýlegum ljósmyndum af svæðinu en náttúran í sinni stóru og smáu mynd er ótrúleg á Reykjanesi og "Vá!" áhrifin fá að fljóta með í hverri einustu gönguleið sem þér er boðið í á þessu námskeiði.

Á námskeiðinu er fjallað um

Gönguleiðir á Reykjanesi - þar sem náttúran kemur á óvart.
Einstök náttúra svæðisins.
Þjóðleiðirnar, jarðfræðin, sagan og allt hitt sem svæðið prýðir.
Nauðsyn þess að horfa á stóru og smáu atriðin í náttúru svæðisins.

Ávinningur þinn

Þér er boðið í ferðalag (í huganum) um einstaka náttúru gönguleiða á Reykjanesi.
Námskeiðið nýtist þér hvort sem þú ert búin eða ætlar að ganga um Reykjanesið.
Að námskeiði loknu hefur þú mjög góða yfirsýn yfir gönguleiðir á svæðinu.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir byrjendur sem vant göngufólk en ekki síður fyrir þá sem vilja fræðast um náttúru svæðisins án þess að ætla sér að ganga þær leiðir sem fjallað er um.

Nánar um kennara

Jónas Guðmundsson er gönguleiðsögumaður og ferðamálafræðingur. Hann hefur leiðsagt víða um land og starfað við skála- og landvörslu. Hann hefur um árabil skrifað allnokkuð um gönguleiðir og er höfundur bókarinnar Gönguleiðir á hálendinu sem kom út hjá Sölku 2021. Sú bók var á metsölulista í sínum flokki stærsta hluta sumarsins.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gönguleiðir á Reykjanesi

Verð
23000

<span class="fm-plan">Reykjanesi&eth; er l&iacute;tt kanna&eth;ur gullmoli fyrir &aacute;hugaf&oacute;lk um g&ouml;ngufer&eth;ir og n&aacute;tt&uacute;ru. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i &aelig;tlum vi&eth; a&eth; fara &iacute; fer&eth;alag &iacute; kennslustofunni um nokkrar &thorn;ekktar og &oacute;&thorn;ekktar g&ouml;ngulei&eth;ir &aacute; sv&aelig;&eth;inu. &Aacute; fer&eth;alaginu heyrir &thorn;&uacute; ekki bara af g&ouml;ngulei&eth;unum heldur l&iacute;ka n&aacute;tt&uacute;ru, s&ouml;gu, jar&eth;fr&aelig;&eth;i og &ouml;&eth;ru &aacute;hugaver&eth;u.</span>