Staðnámskeið

Japanska fyrir byrjendur I

Verð 54.900 kr.
Aðeins 3 sæti laus
Í gangi

Þri. og fim. 4. - 27. okt. kl. 17:15 - 19:15 (8x)

16 klst.

Sumi Gohana, kennari við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Athugið að kennsla fer fram á ensku og japönsku.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í japönsku og byggist upp á hnitmiðuðum tímum sem gefa góða innsýn í japanska tungu. Japanska hefur þrjár tegundir af bókstöfum; hiragana, katakana og kanji. Japönsku hljóðstafrófin „hiragana“ og „katakana“ eru kynnt og fyrstu skrefin tekin í ritun og lestri „hiragana“. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði. Þjálfun í framburði og orðaforði byggður upp með einföldum textum og samtölum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hljóðstafrófin „hiragana“ og „katakana“.
Fyrstu skrefin í ritun og lestri „hiragana“.
Undirstöðuatriði í málfræði.
Þjálfun í framburði og orðaforða.

Ávinningur þinn

Geta til að taka þátt í einföldum samræðum um afmarkað efni, s.s. að kynna sig og fjölskyldu sína.
Geta til að eiga einföld samskipti. Orðasambönd og setningar til að geta beðið um matvöru í búð eða á veitingastað.
Geta til að skrifa stutta texta með Hiragana.
Geta til að lesið Hiragana og skrifa nöfn með katakana.

Fyrir hverja

Alla sem hafa áhuga á að læra japönsku.

Nánar um kennara

Sumi Gohana hefur lokið japönskuþjálfunarnámskeiði sem er viðurkennt af menningarmálastofnun Japan og framhaldsnámi á sviði menntunarfræði. Hún er einnig með B.B.A.-gráðu. Sumi kennir við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Aðrar upplýsingar

Kennsla fer fram á ensku og japönsku.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Japanska fyrir byrjendur I

Verð
54900