Staðnámskeið

Viðbrögð stjórnenda við tilkynningu um EKKO á vinnustað

EKKO: Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, ofbeldi
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 4. maí
Almennt verð 39.500 kr. 35.900 kr.

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Þri. 14. maí kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir lögmaður og eigandi hjá MAGNA Lögmönnum

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Hvernig á stjórnandi að bregðast við tilkynningu um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi á vinnustað?

Á námskeiðinu er farið yfir þau lög og reglur sem gilda um félagslega vinnuumhverfið. Fjallað er um þá verkferla sem eiga að vera til staðar á vinnustað og hvernig stjórnendur eiga að bera sig að þegar upp koma samskiptavandamál eða tilkynnt er um atvik sem talist geta einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi.

Stjórnendur fá innsýn í dómaframkvæmd og þannig skýra sýn á þann ávinning sem skapast af því að hafa góða verkferla á vinnustaðnum og nauðsyn þess að stjórnendur þekki hvernig bregðast skal við þegar tilkynnt er um einelti, ofbeldi eða áreitni á vinnustaðnum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Lögbundnar skyldur atvinnurekenda í tengslum við félagslega vinnuumhverfið.
Lágmarkskröfur sem gerðar eru í lögum til viðbragðsáætlana vinnustaðar.
Hvernig á stjórnandi að bregðast við tilkynningum um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi?
Á stjórnandi að gera breytingar á starfsumhverfinu meðan mál er til skoðunar?
Hvenær getur atvinnurekandi orðið skaðabótaskyldur vegna eineltis- eða áreitnismáls á vinnustaðnum?
Hver á rétt á aðgangi að niðurstöðu í EKKO-máli?
Viðbrögð stjórnenda þegar niðurstaða liggur fyrir í EKKO máli.

Ávinningur þinn

Betri stjórnandi.
Betra vinnuumhverfi fyrir starfsfólk.
Rétt viðbrögð geta takmarkað orðsporsáhættu.
Rétt viðbrögð geta takmarkað hættu á skaðabótaskyldu fyrirtækis.

Fyrir hverja

Stjórnendur, millistjórnendur, starfsfólk sem sinnir mannauðsmálum eða er með mannaforráð.

Námskeiðið er einnig mjög gagnlegt fyrir trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn vinnustaða.

Nánar um kennara

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir lögmaður og eigandi hjá MAGNA Lögmönnum.

Unnur Ásta útskrifaðist úr Lagadeild Háskóla Íslands árið 2015 og hlaut lögmannsréttindi sama ár. Hún hefur starfað hjá MAGNA Lögmönnum frá útskrift og hefur m.a. sérhæft sig í vinnurétti og vinnuvernd. Hún hefur bæði aðstoðað vinnustaði og einstaklinga við úrlausn og viðbrögð við EKKO málum og auk þess átt gott samstarf við sálfræðistofu sem sérhæfir sig í málaflokknum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Viðbrögð stjórnenda við tilkynningu um EKKO á vinnustað

Verð
39500

<span class="fm-plan">Hvernig &aacute; stj&oacute;rnandi a&eth; breg&eth;ast vi&eth; tilkynningu um einelti, kynbundna &aacute;reitni, kynfer&eth;islega &aacute;reitni e&eth;a ofbeldi &aacute; vinnusta&eth;?</span>