Stað- og fjarnámskeið

Greining á fræðsluþörfum í símenntun

(NAF201F)
Umsóknarfrestur til og með 14. ágúst 2022 Verð 72.000 kr.

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild í ágúst. Sjá nánar á heimasíðu deildar undir stundatöflur.

Halla Valgeirsdóttir
Umsjónarkennari: Hróbjartur Árnason, lektor

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við deild Menntunar og margbreytileika Háskóla Íslands

Eitt fyrsta skrefið við skipulagningu náms fyrir fullorðna er að greina þörf væntanlegra þátttakenda fyrir fræðslu. Það gerist æ algengara að fræðsluaðilar ýmiskonar þurfa að vinna með væntanlegum viðskiptavinum sínum, fyrirtækjum, stofnunum eða félagasamtökum að þróun sérsmíðaðra námstilboða sem taka mið af menningu og þörfum viðkomandi viðskiptavinar.

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur geti greint námsþarfir fullorðinna og sett niðurstöðurnar þannig fram að þær nýtist þeim sjálfum eða öðrum við skipulagningu námskeiða.

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins.

1. Vinnulota 1. september kl. 9:00 - 16:00
2. Vinnulota 20. október kl. 9:00 - 16:00
3. Reglulegir fundir annan hvern fimmtudag kl. 14:00 - 16:00 

Hæfniviðmið
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að:
• geta talið upp og útskýrt helstu kenningar og hugmyndir um greiningu á námsþörfum fullorðinna námsmanna.
• geta beitt nokkrum aðferðum við þarfagreiningu, bæði formlegum og óformlegum.
• geta átt fagleg samskipti við starfsfólk fyrirtækja og leitt vinnu að greiningu fræðsluþarfa í fyrirtæki þar sem þeir koma inn sem gestir og ráðgjafar.
• geta valið hvaða nálgun á við í tilteknum aðstæðum og rökstutt valið með tilvísun til kenninga og venja innan fullorðinsfræðslunnar.
• geta gert skipulega grein fyrir niðurstöðu þarfagreiningar, lagt til hvaða atriði þurfi að kenna og þjálfa á tilteknum námskeiðum og rökstutt tillögurnar.

Umsókn
Námskeiðið er á framhaldsstigi við deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði HÍ og er metið til 5 ECTS eininga á meistarastigi. Það má því fá metið til M.Ed-prófs við Menntavísindasvið HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðsins.

Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda utan HÍ.
Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.

Sjá stundatöflu á heimasíðu Menntavísindasviðs undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Greining á fræðsluþörfum í símenntun

Verð
72000

<span class="fm-plan">Eitt fyrsta skrefi&eth; vi&eth; skipulagningu n&aacute;ms fyrir fullor&eth;na er a&eth; greina &thorn;&ouml;rf v&aelig;ntanlegra &thorn;&aacute;tttakenda fyrir fr&aelig;&eth;slu. &THORN;a&eth; gerist &aelig; algengara a&eth; fr&aelig;&eth;slua&eth;ilar &yacute;miskonar &thorn;urfa a&eth; vinna me&eth; v&aelig;ntanlegum vi&eth;skiptavinum s&iacute;num, fyrirt&aelig;kjum, stofnunum e&eth;a f&eacute;lagasamt&ouml;kum a&eth; &thorn;r&oacute;un s&eacute;rsm&iacute;&eth;a&eth;ra n&aacute;mstilbo&eth;a sem taka mi&eth; af menningu og &thorn;&ouml;rfum vi&eth;komandi vi&eth;skiptavinar.</span>