Stað- og fjarnámskeið

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra

(NAF003F)
Umsóknarfrestur til og með 14. ágúst 2022 Verð 75.000 kr.

Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild í ágúst. Kennsla hefst með vinnulotu 30. ágúst frá kl. 9:00 - 16:00. Sjá nánar á heimasíðu deildar undir stundatöflur.

Hildur Betty Kristjánsdóttir og Jón Torfi Jónasson Prófessor emeritus.
Umsjónarkennari: Hróbjartur Árnason, lektor

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við deild Menntunar og margbreytileika Háskóla Íslands

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.

Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins.

1. Vinnulota 30. ágúst kl. 9:00 - 16:00
2. Vinnulota18. október kl. 9:00 - 16:00
3. Reglulegir fundir þriðjudaga kl. 14:00 - 16:00 

Fyrir hverja er þetta námskeið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

Hæfniviðmið
Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur
• geti lýst helstu samfélagslegum breytingum sem hafa leitt til
aukinnar áherslu á nám fullorðinna undanfarið,
• geti greint samfélagslega þróun í samtíma sinum og ákvarðað
námsþarfir á grundvelli þeirra sem verða til hjá ólíkum
þjóðfélagshópum við breytingar í samfélagi, fjölskyldulífi og á
vinnustöðum,
• geti notað kenningar um fullorðna námsmenn til þess að skýra
hegðun í tengslum við nám og kennslu
• geti lýst, flokkað, greint og rökstutt skipulag náms, námskeiða eða
annarra námferla fyrir fullorðna
• hafi öðlist innsýn í fræðslustarf með fullorðnum á Íslandi þannig að
þeir geti lýst því helsta sem er að gerast í fræðslumálum fullorðinna
og greint hvaða hugmyndir liggja að baki og
• móti sér sínar eigin hugmyndir um hlutverk fullorðinsfræðslu í
nútíma samfélagi og geti rökstutt þær með tilvísun til kenninga um
fullorðna námsmenn, samfélagsbreytingar og lífshlaup fullorðins
fólks.

Umsókn
Námskeiðið er á framhaldsstigi við deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði HÍ og er metið til 10 ECTS eininga á meistarastigi. Það má því fá metið til M.Ed-prófs við Menntavísindasvið HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðsins.
Um er að ræða fjarnám með staðlotum.

Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda utan HÍ.
Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.

Sjá stundatöflu á heimasíðu Menntavísindasviðs undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra

Verð
75000

<span class="fm-plan">S&iacute;menntun, endurmenntun, mannau&eth;s&thorn;r&oacute;un eru hugt&ouml;k sem &aelig; fleiri &thorn;urfa a&eth; takast &aacute; vi&eth; vegna vinnu sinnar. Stj&oacute;rnendur &thorn;urfa til d&aelig;mis a&eth; &uacute;tb&uacute;a s&iacute;menntunar&aacute;&aelig;tlanir, s&eacute;rfr&aelig;&eth;ingar &thorn;urfa a&eth; kenna samstarfsf&oacute;lki s&iacute;nu, kennarar koma a&eth; foreldrastarfi e&eth;a starfs&thorn;r&oacute;un samkennara sinna og svo m&aelig;tti lengi telja. </span>