Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Skapandi skrif í sögukennslu

Fyrir framhaldsskólakennara
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 24. maí
Gjaldfrjálst
Nýtt

Fim. 3. og fös. 4. júní kl. 9:00 - 16:00

10 klst.

Umsjón: Auður Þóra Björgúslfsdóttir, netfang: audurthb@kvenno.is.
Kennari: Ólöf Sverrisdóttir leikkona og ritlistarkona

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag sögukennara

Á þessu tveggja daga námskeiði er farið yfir helstu atriði í frásagnalist eða skapandi skrifum.

Gerðar verða æfingar sem opna fyrir flæði en þar eru notaðar alls konar „kveikjur“ eða hugmyndir, hlutir eða orð sem kveikja á ímyndunaraflinu. Jafnvel verður farið út í göngu með ákveðið verkefni eða markmið í huga.

Síðan verður unnið með:
• Persónusköpun
• Mismunandi sjónarhorn
• Samtöl
• Uppbyggingu

Og margt fleira sem kemur upp þegar byrjað er að skrifa. Markmiðið er að hafa námskeiðið bæði skemmtilegt og fræðandi í senn með líflegum æfingum sem koma bæði úr reynslu kennara af skapandi skrifum, sögumennsku og leiklist.

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan að landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2021 (PDF).

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 38.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.

Skapandi skrif í sögukennslu

Verð
0