Fjarnámskeið

Tækni í ferðaþjónustu: ChatGPT í leiðsögn

- fróðleikur fyrir leiðsögumenn og ferðaþjónustuaðila
Verð 32.900 kr.
Nýtt

Mán 4. og mið. 6. mars kl. 16:00-18:00

4 klst.

Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Lærðu hvernig ChatGPT frá OpenAI getur lífgað upp á frásagnir, tengt sögu og náttúru Íslands við nútímaferðamenn, bætt samskipti og skapað ógleymilega upplifun. Kynntu þér starfshætti leiðsögufólks framtíðarinnar og vertu leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu!

Hið stórkostlega landslag Íslands, landslag dulúðar og andstæðna, er þekkt fyrir sína jökulsorfnu firði og kyrrlátu dali sem kallast á við auðn hálendisins við rætur stórra jökla þar sem óbyggðaandinn býr. Í þessu landi hefur íslensk þjóð lifað frá alda öðli þar sem fornar sögur um hetjur, guði og venjulegt fólk fléttast inn í arfleifð nútíma íslendingsins. Nútímalífshættir, ríkir af sagnahefð og arfleifð landnámsmanna eru þó framsæknir og endurspegla menningarlegan fjölbreytileika landsins. En eftir því sem tímarnir breytast verða frásagnirnar og sögurnar sem við deilum líka að þróast.

Nútímaferðamaðurinn þráir ekki aðeins ósnortna náttúru og stórkostlegt útsýni, heldur dýpt, tengsl, skilning og túlkun staðreynda. Þess vegna verður nútímaferðaþjónusta að þróast í takt og þar kemur gervigreindartólið ChatGPT við sögu.

Þetta námskeið sem er sérsniðið fyrir þarfir íslenskrar ferðaþjónustu, miðar að því að brúa bilið á milli hefðbundinnar leiðsagnar og stafrænnar aldar. Þáttakendur munu fara í ferðalag og kanna hvernig ChatGPT getur skipt sköpum fyrir leiðsögufólk með tafarlausum aðgangi að ógrynni upplýsinga, allt frá jarðfræðilegum undrum til fornsagna, allt innan seilingar.

ChatGPT er meira en bara tól, heldur samstarfsaðili sem getur dýpkað frásagnir þínar og pistla. ChatGPT getur svarað spurningum ferðamanna á örskotsstundu og gefið þér hugmyndir um dagskrá og afþreyingu. Ef þú ert í vafa þá getur ChatGPT einnig ráðlagt þér um bestu starfsvenjur. Allt sem þú þarft er að læra að spyrja réttu spurninganna og vera með aðgang að neti.

Á námskeiðinu er fjallað um

Grundvallaratriði ChatGPT og notagildi þess, sérstaklega í leiðsögn með ferðamenn.
Hvernig nota má ChatGPT til að sækja upplýsingar um það sem skiptir máli í leiðsögn með ferðamenn og túlkun þeirra á ferðalagi um Ísland.
Aðferðir við að flétta m.a. norræna goðafræði, Íslendingasögur og íslenskar hefðir inn í frásagnir sínar með því að nota ChatGPT.
Notagildi ChatGPT til að búa til, endurskipuleggja og/eða endurbyggja frásagnir til ferðamanna með aðgangi að nýjustu gögnum.
Beitingu ChatGPT og öðrum gervigreindartólum til að þjálfa sig í því tungumáli sem leiðsagt er á.
Hvernig hægt er að nota ChatGPT til að æfa sig í samskiptum við „ferðamenn“.
Hvernig nota má ChatGPT til að skilja mismunandi menningarlega þætti, siði og venjur erlendra ferðamanna til að ná betra sambandi við ferðamenn frá ýmsum löndum.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á hvernig hægt er að nota gervigreind við leiðsögn ferðamanna.
Þú lærir að nota ChatGPT til að semja, dýpka og uppfæra frásagnir.
Þú lærir að nota ChatGPT til að svara spurningum ferðamanna.
Þú lærir að að nota gervigreind við þjálfun í tungumálum.
Þú lærir að nota ChatGPT til að skilja mismunandi menningarheima.
Þú færð leiðbeiningar og lista með hugmyndum að leitarorðum/skipunum ( e. prompts) til að auðvelda sér notkun á ChatGPT.
Þú færð lista yfir gagnlegar heimasíður um efnið.
Þú færð aðgang að ýmsu ítarefni sem gagnast þér í starfi.
Tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta þjónustu sína sem leiðsögumaður eða ferðaþjónustuaðili.
Tækifæri til að byggja upp tengslanet við aðra leiðsögumenn og aðila í ferðaþjónustu.

Fyrir hverja

Leiðsögumenn sem vilja bæta þjónustu sína og eflast í starfi.
Starfsfólk og nýliða í ferðaþjónustu sem vilja fá innsýn í hvernig tækni og gervigreind getur bætt upplifun ferðamanna.
Ferðamenn sem langar að kynnast því hvernig tækni getur aukið upplifun þeirra á ferðalagi um Ísland.

Nánar um kennara

Guðmundur Björnsson er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.
Hann starfar sem verkefnastjóri og stundakennari hjá HÍ og er faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá EHÍ.

Aðrar upplýsingar

Gott er fyrir þátttakendur að mæta með tölvu eða spjaldtölvu en það er ekki nauðsynlegt.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Tækni í ferðaþjónustu: ChatGPT í leiðsögn

Verð
32900

<span class="fm-plan">L&aelig;r&eth;u hvernig ChatGPT fr&aacute; OpenAI getur l&iacute;fga&eth; upp &aacute; fr&aacute;sagnir, tengt s&ouml;gu og n&aacute;tt&uacute;ru &Iacute;slands vi&eth; n&uacute;t&iacute;mafer&eth;amenn, b&aelig;tt samskipti og skapa&eth; &oacute;gleymilega upplifun. Kynntu &thorn;&eacute;r starfsh&aelig;tti lei&eth;s&ouml;guf&oacute;lks framt&iacute;&eth;arinnar og vertu lei&eth;andi &iacute; &iacute;slenskri fer&eth;a&thorn;j&oacute;nustu!</span>